Biblíudagurinn er alltaf haldinn hátíðlegur annan sunnudag í níuviknaföstu sem að þessu sinni er 31. janúar 2016. Á þessum degi þökkum við fyrir að við eigum Biblíuna á okkar eigin tungumáli og um leið erum við hvött til að að lesa og kynna okkur boðskap Biblíunnar. Biblíufélagið tekur þátt í alþjóðlegu starfi og að þessu sinni er ætlunin að safna fyrir barnabiblíum til Úkraínu.

Stríðið austur í Úkraínu hefur hrakið rúmlega eina milljón manna á flótta. Margir hafa misst nána ástvini. Það sem hófst með friðsamlegum kröfugöngum á Maidan-torginu í Kænugarði, hefur endað sem blóðug borgarastyrjöld á milli aðskilnaðarsinna, sem eru hliðhollir Rússum, og úkraínskra stjórnarliða. Margir hafa þurft að yfirgefa hús sín og heimili og allir landsmenn eru áhyggjufullir og órólegir vegna þess sem er að gerast. Hið íslenska biblíufélag vill ekki aðeins stuðla að útbreiðslu Biblíunnar á Íslandi heldur út um allan heim.