Stóra púsluspilið – Leitin að elstu handritum Biblíunnar, eftir Hans Johann Sagrusten er komin út hjá Skálholtsútgáfunni – útgáfufélagi þjóðkirkjunnar, í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Hinn norski höfundur bókarinnar hefur notið mikilla vinsælda í Noregi meðal kirkjufólks og áhugamanna um Biblíuna í nútímanum. Í bókinni er fjallað um handrit og varðveislu þeirra. Bókin er ætluð leikum og lærðum – að auki er hún kjörin sem kennslubók í fræðslustarfi vegna þess að hin áhugaverða og spennandi saga sem hún segir er almenningi næsta lítt kunn.
Handritafundir sem skiptu sköpum fyrir þann texta Biblíunnar sem við höfum nú undir höndum eru raktir í stuttu og skýru máli í bókinni: skinnhandrit Biblíunnar frá fjórðu og fimmtu öld eru kynnt til sögunnar en þau geyma menningar- og trúarverðmæti Vesturlanda. Rakin er saga papýrushandritafunda í Egyptalandi og hvernig þau komust í hendur ástríðufullra safnara og síðar í hendur fræðimanna sem lögðust yfir þau. Frásagnir af fundum sumra handritanna eru líkari spennusögum en nokkru öðru, á það t.d. við um Nag Hammadí-handritin, Bodmer-handritin og Dauðahafshandritin. Bókin dvelst einkum við handrit Nýja testamentisins – bæði papýrusbrot og skinnhandrit – en rekur þó einnig vel ótrúlega sögu stórmerkilegs handrits að Gamla testamentinu sem kallað hefur verið Kórónan frá Aleppó. Auk þess er bókin full af fróðleiksmolum um efni
Skálholtsútgáfan-útgáfufélag þjóðkirkjunnar, hvetur allt kirkjufólk til að kynna sér þessa bók og vekja athygli á henni.