Á annað hundrað manns mættu á málstofu Biblíufélagsins um Ólaf Ólafsson kristniboða í sal kristniboðssambandsins að Háaleitisbraut 58-60 í dag. Ólafur Egilsson stjórnaði málstofunni en hann var sendiherra í Kína í fimm ár. Erindi fluttu Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍK og Margét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur, barnabarn Ólafs. Biblíufélagið þakkar öllum innilega fyrir komuna og minnir jafnframt á málþing sem haldið verður eftir viku.
en þar verður fjallað um „Biblíu 21 aldar“
Í fréttatilkynningu segir:


Menning okkar hefur mótast í ríkum mæli af tungutaki, táknmyndum og boðskap Biblíunnar. Á sama tíma er biblíuþekkingu almennings mjög ábótavant, sérstaklega yngri kynslóða. Málþingið „Biblía 21 aldar“ fjallar um þessa þversögn og leiðir til úrbóta á nýrri öld. Málþingið er haldið í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags.


Staður og tími: Fyrirlestrarsalur Þjóðminjasafns Íslands, þriðjudaginn 28. apríl, kl. 13.