Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins.