Sunnudaginn 1. mars kl.10 verður fræðsluerindi í Seltjarnarneskirkju í tilefni af afmælisári Biblíufélagsins.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur mun fjalla um efnið Biblían og Lúther.

Málþing í Glerárkirkju sem átti að vera 25. febrúar var frestað vegna veðurs til miðvikudagsins 25. mars kl. 20 en þá mun dr. Sigurður Pálsson fjalla um efnið
„Er hætt að kenna biblíusögu í grunnskólum? Ný aðalnámskrá – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar“.
Í lýsingu á erindinu segir: “Ný námskrá fyrir námsgreinar grunnskóla kom út árið 2013. Þar eru gerðar róttækar breytingar á stöðu kristindóms- og trúarbragðafræðslunnar.Trúarbragðafræðslan er ekki lengur sérstök námsgrein heldur er hún færð undir samfélagsgreinar.
Þá er framsetningu markmiða gjörbreytt frá því sem áður var.
Í erindi sínu mun Sigurður Pálsson ræða þessa breytingu,
bæði að því er varðar stöðu kristinfræðinnar og hvaða kröfur hin nýja námskrá gerir til kennara. Ennfremur mun hann ræða hvort þessi nýja námskrá kalli á að þjóðkirkjan marki sér nýja stefnu í fræðslumálum.“

Biblíufélagið hvetur fólk til að mæta.