Í tilefni af afmælisári Biblíufélagsins var víða í kirkjum haldið Biblíumaraþon í janúar. Meðal annars var haldið Biblíumaraþon í Dómkirkjunni.
Sr. Sveinn Valgeirsson prestur í Dómkirkjunni setti saman skemmtilega hugmynd af Biblíumaraþoni. Hann valdi texta úr hverri bók Biblíunnar þannig að lesið var upp úr öllum ritum Biblíunnar. Biblíufélagið þakkar sr. Sveini Valgeirssyni fyrir að deila þessari uppsetningu af Biblíumaraþoni hér á heimasíðu félagsins.
Ef einhverjar kirkjur eða kristnir söfnuðir vilja standa fyrir Biblíumaraþoni á sínum vettvangi er hægt að nálgast þessa skemmtilegu uppbyggingu lestranna hér.
Genesis

1Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 2Jörðin var þá auð og tóm. Myrkur grúfði yfir djúpinu en andi Guðs sveif yfir vötnunum.
3Þá sagði Guð: „Verði ljós.“
Og það varð ljós.
4Guð sá að ljósið var gott og Guð greindi ljósið frá myrkrinu.

Exodus
1Móse gerðist fjárhirðir hjá tengdaföður sínum, Jetró, presti í Midían. Einu sinni rak hann féð langt inn í eyðimörkina og kom að Hóreb, fjalli Guðs. 2Þá birtist honum engill Guðs í eldsloga sem stóð upp af þyrnirunna. Hann sá að runninn stóð í ljósum logum en brann ekki. 3Móse hugsaði: „Ég verð að ganga nær og virða fyrir mér þessa mikilfenglegu sýn. Hvers vegna brennur runninn ekki?“
4Þegar Drottinn sá að hann gekk nær til að virða þetta fyrir sér kallaði Guð til hans úr miðjum runnanum og sagði: „Móse, Móse.“ Hann svaraði: „Hér er ég.“ 5Drottinn sagði: „Komdu ekki nær, drag skó þína af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilög jörð.“ 6Og hann bætti við: „Ég er Guð föður þíns, Guð Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs.“ Þá huldi Móse andlit sitt því að hann óttaðist að líta Guð.

Leviticus
9Þegar þið skerið upp kornið í landi ykkar skaltu hvorki hirða af ysta útjaðri akurs þíns né dreifarnar á akri þínum. 10Þú skalt hvorki tína allt í víngarði þínum né hirða ber sem falla í víngarði þínum. Þú skalt skilja þetta eftir handa hinum fátæka og aðkomumanninum. Ég er Drottinn, Guð ykkar.
11Þið megið hvorki stela né svíkja og ekki hlekkja hver annan. 12Þið skuluð ekki sverja meinsæri við nafn mitt svo að þú vanhelgir ekki nafn mitt. Ég er Drottinn.
13Þú skalt hvorki féfletta náunga þinn né ræna hann. Laun daglaunamanns skulu ekki vera í þinni vörslu næturlangt til næsta morguns.
14Þú mátt hvorki formæla heyrnarlausum manni né setja hindrun í veg fyrir blindan. Þú skalt bera lotningu fyrir Guði þínum. Ég er Drottinn.
15Þið megið ekki fremja ranglæti í réttinum. Þú mátt hvorki draga taum hins valdalausa né vera hinum valdamikla undirgefinn. Þú skalt dæma skyldmenni þín af réttlæti. 16Þú mátt hvorki bera róg á meðal landa þinna né krefjast blóðs náunga þíns. Ég er Drottinn.
17Þú skalt ekki bera hatur í brjósti til bróður þíns heldur átelja hann einarðlega svo að þú berir ekki sekt hans vegna. 18Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ég er Drottinn.

Numeri
22Drottinn talaði til Móse og sagði:
23„Ávarpaðu Aron og syni hans og segðu: Með þessum orðum skuluð þið blessa Ísraelsmenn:
24Drottinn blessi þig og varðveiti þig,
25Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur,
26Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið.
27Þannig skuluð þið leggja nafn mitt yfir Ísraelsmenn og ég mun blessa þá.“

Devteronomium
9Og Drottinn, Guð þinn, mun veita þér ríkulega í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur og í ávexti kviðar þíns, í ávexti búfjár þíns og í ávexti lands þíns því að Drottinn mun aftur gleðjast yfir þér, þér til heilla, eins og hann gladdist yfir forfeðrum þínum 10ef þú hlýðir boði Drottins, Guðs þíns, að halda fyrirmæli hans og lög sem skráð eru á þessa lögbók og ef þú snýrð aftur til Drottins, Guðs þíns, af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni. 11Þetta boð, sem ég legg fyrir þig í dag, er ekki óskiljanlegt eða fjarlægt þér. 12Það er ekki uppi í himninum svo að þú þurfir að spyrja: „Hver vill stíga upp í himininn og sækja það og kunngjöra okkur það svo að við getum framfylgt því?“ 13Það er ekki heldur handan hafsins svo að þú þurfir að spyrja: „Hver vill fara yfir hafið fyrir okkur og sækja það og kunngjöra okkur það svo að við getum framfylgt því?“
14Nei, orðið er mjög nærri þér, í munni þínum og hjarta svo að þú getur breytt eftir því.

15Hér með legg ég fyrir þig líf og heill, dauða og óheill.
16Ef þú hlýðir boðum Drottins, sem ég set þér í dag, með því að elska Drottin, Guð þinn, ganga á vegum hans og halda boð hans, ákvæði og lög, munt þú lifa og þér mun fjölga og Drottinn, Guð þinn, mun blessa þig í landinu…
19Ég kveð bæði himin og jörð til vitnis gegn ykkur í dag: Ég hef lagt fyrir þig líf og dauða, blessun og bölvun. Veldu þá lífið svo að þú og niðjar þínir megið lifa 20með því að elska Drottin, Guð þinn, hlýða boði hans.

Jósúabók
10Þegar Ísraelsmenn höfðu búðir sínar í Gilgal héldu þeir páska að kvöldi fjórtánda dags mánaðarins á sléttunum við Jeríkó. 11Þeir átu ósýrð brauð og ristað korn af uppskeru landsins daginn eftir páska, einmitt þann dag. 12Daginn eftir að þeir höfðu neytt af uppskeru landsins hættu þeir að fá manna og þaðan í frá fengu Ísraelsmenn ekki manna framar heldur neyttu þeir af uppskeru Kanaanslands þetta ár.


13Einu sinni er Jósúa var staddur við Jeríkó og varð litið upp kom hann auga á mann sem stóð andspænis honum með brugðið sverð í hendi. Jósúa gekk til hans og spurði: „Hvort ert þú okkar maður eða fjandmannanna?“ 14Hann svaraði: „Ég er hershöfðingi Drottins og var að koma.“
Jósúa féll þá til jarðar fram á ásjónu sína, laut honum og spurði: „Hvað skipar þú, herra, þjóni þínum?“ 15Hershöfðingi Drottins svaraði Jósúa: „Drag skó af fótum þér því að staðurinn, sem þú stendur á, er heilagur.“ Og Jósúa gerði svo.

Dómarabókin
5Samson, faðir hans og móðir fóru þá niður til Timna. Þegar þau komu að víngörðum Timna kom ungt ljón öskrandi á móti honum.
6Andi Drottins kom yfir hann og hann sleit það sundur eins og menn slíta sundur kiðling og hafði hann þó ekkert í hendinni. Hann sagði hvorki föður sínum né móður frá því sem hann hafði gert. 7Síðan fór Samson og talaði við konuna og hún féll honum vel í geð. 8Eftir nokkurn tíma kom hann aftur að sækja hana. Vék hann þá af leið til þess að sjá dauða ljónið og voru þá býflugur og hunang í ljónshræinu. 9Hann tók það í lófa sér, hélt síðan áfram og át, fór til föður síns og móður og gaf þeim og þau átu. En ekki sagði hann þeim frá því að hann hefði tekið hunangið úr ljónshræinu.


10Því næst fór faðir hans til konunnar og hélt Samson þar veislu því að sá var háttur ungra manna. 11Þegar þeir sáu hann fengu þeir honum þrjátíu brúðarsveina sem skyldu vera með honum.
12Samson sagði við þá: „Nú legg ég fyrir ykkur gátu. Ef þið getið ráðið hana á þessum sjö veisludögum og fundið merkingu hennar, þá skal ég gefa ykkur þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði. 13En getið þið ekki ráðið hana skuluð þið gefa mér þrjátíu kyrtla og þrjátíu hátíðarklæðnaði.“ Þeir svöruðu honum: „Leggðu fyrir okkur gátuna svo að við fáum að heyra hana.“ 14Þá sagði hann:
Æti gekk út af etanda
og sætleiki gekk út af hinum sterka.
Og liðu svo þrír dagar án þess að þeim tækist að ráða gátuna.

Rutarbók
Þá sagði Naomí: „Mágkona þín er farin aftur til fólks síns og guðs síns. Snúðu við með henni.“
16En Rut svaraði: „Reyndu ekki að telja mig á að yfirgefa þig og hverfa frá þér því að hvert sem þú ferð þangað fer ég, og hvar sem þú náttar þar nátta ég. Þitt fólk er mitt fólk og þinn guð er minn guð. 17Þar sem þú deyrð þar dey ég og þar vil ég verða grafin. Drottinn gjaldi mér nú og framvegis ef annað en dauðinn aðskilur okkur.“

Fyrri Samúelsbók
1Sveinninn Samúel gegndi nú þjónustu við Drottin undir handleiðslu Elí. Á þessum tíma var orð Drottins sjaldgæft og sýnir fátíðar.
2Einhverju sinni bar svo við að Elí lá og svaf þar sem hann var vanur. Hann var hættur að sjá því að augu hans höfðu daprast. 3Lampi Guðs hafði enn ekki slokknað og Samúel svaf í musteri Drottins þar sem örk Guðs stóð.
4Þá kallaði Drottinn til Samúels og hann svaraði: „Já, hér er ég.“ 5Hann hljóp síðan til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig.“ En hann svaraði: „Ég kallaði ekki, farðu aftur að sofa,“ og Samúel fór að sofa. 6Drottinn kallaði þá aftur: „Samúel!“ og Samúel reis upp, gekk til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig.“ En hann svaraði: „Ég kallaði ekki, sonur minn, farðu aftur að sofa.“
7En Samúel þekkti Drottin ekki enn þá og orð Drottins hafði ekki enn opinberast honum. 8Þá kallaði Drottinn til Samúels í þriðja sinn og hann reis upp, gekk til Elí og sagði: „Hér er ég, þú kallaðir á mig.“ Nú skildi Elí að það var Drottinn sem var að kalla til drengsins. 9Elí sagði því við Samúel: „Farðu að sofa. En kalli hann aftur til þín skaltu svara: Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.“ Samúel fór og lagðist fyrir á sínum stað.
10Þá kom Drottinn, nam staðar andspænis honum og hrópaði eins og í fyrri skiptin: „Samúel, Samúel!“ Samúel svaraði: „Tala þú, Drottinn, því að þjónn þinn heyrir.“

Síðari Samúelsbók
1
Síðustu orð Davíðs hljóða svo:
Svo segir Davíð, sonur Ísaí,
þannig mælir maðurinn sem hátt var settur,
hinn smurði Guðs Jakobs
sem lofaður var í ljóðum Ísraels:
2Andi Drottins talaði af munni mínum,
orð hans var mér á tungu.
3Guð Ísraels talaði,
klettur Ísraels sagði við mig:
„Sá sem ríkir í réttlæti,
sá sem ríkir með lotningu fyrir Drottni,
4hann er eins og dagsbirtan
þegar sólin rís á heiðum morgni,
þegar grængresið sprettur eftir regnskúr.“
5Er ekki ætt mín studd af Guði?
Því að hann hefur gert við mig ævarandi sáttmála
þar sem allt er í föstum skorðum.
Já, allt sem var mér til heilla,
allt sem ég óskaði,
lét hann dafna.

Fyrri Konungabók
22Þessu næst gekk Salómon fyrir altari Drottins andspænis öllum söfnuði Ísraels, lauk upp lófum til himins 23og bað: „Drottinn, Guð Ísraels, enginn guð er sem þú, hvorki á himni né á jörðu…

27Býr Guð þá í raun og veru á jörðinni? Nei, jafnvel himinninn og himnar himnanna rúma þig ekki, hvað þá þetta hús sem ég hef byggt. 28Gefðu gaum að ákalli þjóns þíns og bæn hans, Drottinn Guð. Heyr ákallið og bænina sem ég, þjónn þinn, ber fram fyrir þig í dag.
29Lát augu þín vaka yfir þessu húsi dag og nótt, þeim stað sem þú hefur sagt um: Þar skal nafn mitt búa. Heyr bænina er þjónn þinn biður á þessum stað. 30Er þjónn þinn og lýður þinn, Ísrael, biður og snýr í átt til þessa staðar, heyr ákall hans. Hlustaðu á það í himninum þar sem þú býrð. Heyr það og fyrirgef.

Síðari Konungabók
12Um þetta leyti sendi Merodak Baladan Baladansson, konungur í Babýlon, bréf og gjöf til Hiskía af því að hann hafði frétt af veikindum hans. 13Hiskía gladdist yfir þessu og sýndi sendiboðunum alla fjárhirslu sína, silfrið, gullið, balsamið og úrvalsolíuna, vopnabúr sitt og allt annað sem varðveitt var í fjárhirslu hans. Í höll hans eða ríki var enginn sá hlutur sem hann sýndi þeim ekki.
14Jesaja spámaður kom þá til Hiskía konungs og spurði: „Hvað vildu þessir menn og hvaðan komu þeir?“ Hiskía svaraði: „Þeir komu frá fjarlægu landi, alla leið frá Babýlon.“ 15Þá spurði Jesaja: „Hvað sáu þeir í húsi þínu?“ Hiskía svaraði: „Þeir sáu allt sem er í húsi mínu. Í fjárhirslum mínum er enginn sá hlutur sem ég sýndi þeim ekki.“ 16Þá sagði Jesaja við Hiskía: „Hlýddu á orð Drottins: 17Sá tími mun koma að allt, sem er í húsi þínu, og allt, sem forfeður þínir hafa safnað til þessa dags, verður flutt til Babýlonar. Ekkert verður eftir, segir Drottinn. 18Nokkrir af sonum þínum, niðjum þínum, sem þú átt eftir að eignast, verða teknir og gerðir að hirðsveinum í höll Babýloníukonungs.“ 19Hiskía svaraði Jesaja og sagði: „Gott er það orð sem þú hefur flutt mér frá Drottni.“ En hann hugsaði með sér: „Það verður þó friður og festa á meðan ég lifi.“

Fyrri Krónikubók
10Þá lofaði Davíð Drottin frammi fyrir öllum söfnuðinum og sagði: „Lofaður sért þú, Drottinn, Guð föður vors, Ísraels, frá eilífð til eilífðar. 11Þín er tignin, Drottinn, mátturinn, dýrðin, vegsemdin og hátignin því að allt er þitt á himni og jörðu. Drottinn, þitt er konungdæmið og þú ert hafinn yfir allt. 12Auður og sæmd koma frá þér, þú ríkir yfir öllu. Í hendi þér er máttur og megin, í hendi þér er vald til að efla og styrkja hvern sem vera skal. 13Og nú, Guð vor, þökkum vér þér. Vér lofum þitt dýrlega nafn. 14En hver er ég og hver er lýður minn, að vér vorum færir um að gefa slíkar gjafir? Því að allt er frá þér og vér höfum fært þér það sem vér höfum þegið úr hendi þér.

Síðari Krónikubók
1Drottningin af Saba heyrði það orð sem fór af Salómon og kom til þess að reyna hann með gátum í Jerúsalem. Hún kom ásamt mjög miklu fylgdarliði og hafði úlfalda klyfjaða balsami, afar miklu gulli og dýrindis steinum. Hún gekk fyrir Salómon og lagði fyrir hann allt sem henni lá á hjarta. 2Salómon svaraði öllum spurningum hennar, ekkert var Salómon hulið svo að hann gæti ekki svarað henni. 3Þegar drottningin af Saba hafði kynnst speki Salómons, séð húsið sem hann hafði látið reisa, 4matinn á borði hans, sætaskipun hirðmanna og þjónustu skutilsveina hans og klæðnað, byrlara hans og klæðnað þeirra og brennifórnir sem hann færði í húsi Drottins, varð hún agndofa. 5Hún sagði við konunginn: „Það sem ég hafði heyrt í landi mínu um orðsnilld þína og visku hefur reynst rétt. 6En ekki trúði ég því sem sagt var fyrr en ég kom og kynntist því af eigin raun. Þó hafði mér ekki verið sagður helmingurinn af því sem segja má um þína miklu visku. Þú ert meiri en orðrómurinn sem ég hafði heyrt.

Esrabók
Þegar smiðirnir höfðu lagt grunn að musteri Drottins komu skrýddir prestarnir með lúðrana, einnig Levítarnir, niðjar Asafs, með málmgjöll til að lofa Drottin samkvæmt boði Davíðs, Ísraelskonungs. 11Þeir tóku að lofa Drottin og þakka honum: „Því að hann er góður og miskunn hans við Ísrael varir að eilífu.“ Allt fólkið laust upp miklu fagnaðarópi og lofaði Drottin af því að grunnur hafði nú verið lagður að húsi Drottins. 12En margir af prestunum, Levítunum og ættarhöfðingjunum voru orðnir gamlir og höfðu séð hið fyrra hús. Þeir grétu hástöfum þegar grunnur að þessu húsi hafði verið lagður að þeim ásjáandi. Margir hrópuðu einnig hátt af gleði 13svo að ekki var unnt að greina að gleðiópin og gráthljóðin, því að fólkið laust upp slíku fagnaðarópi að heyra mátti langt að.

Nehemía
1Nú tók fólkið, bæði karlmennirnir og konur þeirra, að kvarta sáran yfir ættbræðrum sínum… 2Sumir sögðu: „Synir okkar og dætur eru of mörg til að við getum fengið korn til matar og haldið lífi.“ 3Aðrir sögðu: „Við verðum að veðsetja akra okkar, víngarða og hús til að fá korn í þessari hungursneyð.“
4Enn aðrir sögðu: „Við höfum tekið fé að láni gegn veði í ökrum okkar og víngörðum til að greiða konungi skatt. 5Þótt við séum af sama holdi og ættbræður okkar og börn okkar séu eins og börn þeirra verðum við að lítillækka syni okkar og dætur og gera þau að þrælum. Nokkrar af dætrum okkar hafa nú þegar verið lítillækkaðar en við höfum engan mátt til neins þar sem akrar okkar og víngarðar eru nú þegar annarra eign.“
6Ég reiddist mjög þegar ég heyrði kvein þeirra og þessi ummæli. 7Þegar ég hafði hugsað ráð mitt ásakaði ég aðalsmennina og embættismennina og sagði: „Hver og einn ykkar leggur byrði á bræður sína.“
Vegna þeirra kallaði ég saman mikinn mannsöfnuð 8og sagði: „Eftir því sem við höfum getað höfum við keypt frjálsa ættbræður okkar, Gyðinga sem hafa orðið að selja sig til framandi þjóða. En þið seljið bræður ykkar svo að þeir verði aftur seldir okkur.“
Þar sem þeir þögðu og gátu engu svarað 9hélt ég áfram: „Það sem þið eruð að gera er ekki rétt. Ættuð þið ekki að lifa í ótta við Guð okkar og komast þannig hjá háði annarra þjóða sem eru okkur fjandsamlegar? 10Ég, bræður mínir og menn mínir, höfum einnig lánað ættbræðrum okkar fé og korn en við gefum þeim skuldina eftir. 11Fáið þeim aftur þegar í stað akra sína, víngarða, olíuviðarlundi og hús og gefið þeim eftir það sem þið hafið lánað þeim og þeir skulda af fé, korni, víni og olíu.“
12Þá svöruðu þeir: „Við skulum fá þeim þetta aftur og einskis krefjast af þeim. Við munum gera það sem þú hefur farið fram á.“

Ester
Þá sendi Ester þessi svör til Mordekaí: 16„Farðu og kallaðu saman alla Gyðinga sem nú er að finna í Súsa. Haldið föstu mín vegna og etið hvorki né drekkið í þrjá sólarhringa, hvorki á nóttu né degi. Eins munum við fasta, ég og þernur mínar. Síðan geng ég fyrir konung enda þótt það sé andstætt lögunum. Ef ég dey þá dey ég.“
17Mordekaí gekk þá burt og fór að öllu eins og Ester hafði lagt fyrir.

Jobsbók
1Þá svaraði Drottinn Job úr storminum og sagði:
2Hver er sá sem hylur ráðsályktunina myrkri
með innihaldslausum orðavaðli?
3Gyrtu lendar þínar eins og manni sæmir,
nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.
4Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina?
Segðu það ef þú veist það og skilur.
5Hver ákvað umfang hennar, veist þú það,
eða hver þandi mælivað yfir henni?
6Á hvað var sökklum hennar sökkt
eða hver lagði hornstein hennar
7þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng
og allir synir Guðs fögnuðu?
8Hver byrgði hafið inni með hliðum
þegar það braust fram úr móðurlífi
9og ég fékk því klæðnað úr skýjum
og reifaði það svartaþoku,
10þegar ég ruddi því markaða braut,
setti slagbranda fyrir og hlið
11og sagði: „Hingað kemstu og ekki lengra,
hér stöðvast hreyknar hrannir þínar.“
12Hvenær hefur þú kallað á morguninn,
vísað aftureldingunni á sinn stað
13svo að hún grípi í klæðafald jarðar
og óguðlegir hristist af henni?
14Hún breytist eins og leir undir innsigli
og litast líkt og klæði.

Sálmarnir

1Til söngstjórans. Lag: Hind morgunroðans. Davíðssálmur.
2Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég hrópa en hjálp mín er fjarlæg.
3„Guð minn!“ hrópa ég um daga en þú svarar ekki,
og um nætur en ég finn enga fró.
4Samt ert þú Hinn heilagi
sem ríkir yfir lofsöngvum Ísraels.
5Þér treystu feður vorir,
þeir treystu þér og þú hjálpaðir þeim,
6hrópuðu til þín og þeim var bjargað,
treystu þér og vonin brást þeim ekki.
7En ég er maðkur og ekki maður,
smánaður af mönnum, fyrirlitinn af öllum.
8Allir, sem sjá mig, gera gys að mér,
geifla sig og hrista höfuðið.
9Hann fól málefni sitt Drottni,
hann hjálpi honum,
og frelsi hann, hafi hann þóknun á honum.
10Þú leiddir mig fram af móðurlífi,
lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar.
11Til þín var mér varpað úr móðurskauti,
frá móðurlífi ert þú Guð minn.
12Ver eigi fjarri mér
því að neyðin er nærri
og enginn hjálpar.
13Sterk naut umkringja mig,
Basans uxar slá hring um mig,
14glenna upp ginið í móti mér,
sem bráðsólgið, öskrandi ljón.
15Ég er eins og vatn sem hellt er út,
öll bein mín gliðnuð í sundur,
hjarta mitt er sem vax,
bráðnað í brjósti mér.
16Kverkar mínar eru þurrar sem brenndur leir,
tungan loðir við góminn,
þú leggur mig í duft dauðans.
17Hundar umkringja mig,
hópur illvirkja slær hring um mig,
þeir hafa gegnumstungið hendur mínar og fætur.
18Ég get talið öll mín bein,
þeir horfa á og hafa mig að augnagamni.
19Þeir skipta með sér klæðum mínum,
kasta hlut um kyrtil minn.
20En þú, Drottinn, ver ekki fjarri,
styrkur minn, skunda mér til hjálpar.
21Frelsa mig undan sverðinu
og líf mitt frá hundunum.
22Bjarga mér úr gini ljónsins
og frá hornum villinautanna.
Þú hefur bænheyrt mig.
23Ég vil vitna um nafn þitt
fyrir bræðrum mínum,
í söfnuðinum vil ég lofa þig.
24Þér, sem óttist Drottin, lofið hann,
tignið hann, allir niðjar Jakobs, óttist hann, allir niðjar Ísraels.
25Því að hvorki fyrirleit hann hinn hrjáða
né virti að vettugi neyð hans.
Hann huldi ekki auglit sitt fyrir honum
heldur heyrði hróp hans á hjálp.
26Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði,
heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim sem óttast Drottin.
27Snauðir munu eta og verða mettir,
þeir sem leita Drottins skulu lofa hann.
Hjörtu yðar lifi að eilífu.
28Endimörk jarðar skulu minnast þess og hverfa aftur til Drottins
og allar ættir þjóðanna falla fram fyrir augliti hans.
29Því að ríkið er Drottins,
hann drottnar yfir þjóðunum.
30Öll stórmenni jarðar munu falla fram fyrir honum
og allir sem hníga í duftið beygja kné sín fyrir honum.
31En ég vil lifa honum,
niðjar mínir munu þjóna honum.
32Komandi kynslóðum mun sagt verða frá Drottni
og óbornum mun boðað réttlæti hans
því að hann hefur framkvæmt það.

Orðskviðirnir
16Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls
og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs?
17Háttur hreinskilinna er að forðast illt,
líf sitt varðveitir sá sem gætir breytni sinnar.
18Dramb er falli næst,
hroki veit á hrun.
19Betra er að vera hógvær með lítillátum
en deila feng með dramblátum.
20Vel farnast þeim sem vel rækir erindi sitt
og sæll er sá sem treystir Drottni.
21Hinn vitri leitar ráða spekinga
og vel mælt orð eykur fræðslu.
22Skynsemin er lífslind þeim sem hana á
en heimskan er refsing heimskra.

Predikarinn
1Orð prédikarans, sonar Davíðs, konungs í Jerúsalem.
2Aumasti hégómi, segir prédikarinn,
aumasti hégómi, allt er hégómi.
3Hvaða gagn hefur maðurinn af öllu erfiði sínu
sem hann streitist við undir sólinni?
4Ein kynslóð fer, önnur kemur
en jörðin stendur að eilífu.
5Og sólin rennur upp og sólin gengur undir
og hraðar sér aftur til samastaðar síns
þar sem hún rennur upp.
6Vindurinn gengur til suðurs
og snýr sér til norðurs,
hann snýr sér og snýr sér
og hringsnýst á nýjan leik.
7Allar ár renna í sjóinn
en sjórinn fyllist ekki.
Þangað sem árnar renna
munu þær ávallt renna.
8Allt er sístritandi,
enginn maður fær því með orðum lýst,
augað verður aldrei satt af að sjá
og eyrað verður aldrei mett af að heyra.
9Það sem hefur verið mun verða
og það sem gerst hefur mun enn gerast
og ekkert er nýtt undir sólinni.

Ljóðaljóðin
3Sem eplatré í kjarrviði
ber elskhugi minn af sveinunum.
Í skugga hans uni ég
og ávextir hans eru gómsætir.
4Hann leiddi mig í veisluskála
og tákn ástar hans var yfir mér.
5Nærið mig á rúsínukökum,
styrkið mig með eplum,
ég er máttvana af ást.
6Vinstri hönd þín undir höfði mér,
hin hægri faðmi mig.
7Ég særi yður, Jerúsalemdætur,
við dádýrin, við hindirnar á völlunum:
truflið ekki, vekið ekki ástina
fyrr en hún sjálf vill.
8Elskhugi minn.
Þarna kemur hann.
Stekkur yfir fjöllin,
hleypur yfir hæðirnar.

Jesaja
1En nú segir Drottinn svo,
sá sem skóp þig, Jakob,
og myndaði þig, Ísrael:
Óttast þú ekki því að ég frelsa þig,
ég kalla á þig með nafni,
þú ert minn.
2Gangir þú gegnum vötnin
er ég með þér,
gegnum vatnsföllin,
þá flæða þau ekki yfir þig.
Gangir þú gegnum eld
skalt þú ekki brenna þig
og loginn mun ekki granda þér.
3Því að ég, Drottinn, er Guð þinn,
ég, Hinn heilagi Ísraels, frelsari þinn.

Jeremía
22Svo segir Drottinn:
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni,
hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu
og hinn ríki hrósi sér ekki af auði sínum.
23Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því
að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég, Drottinn, iðka miskunnsemi,
rétt og réttlæti á jörðinni,
á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.

Harmljóðin

21En þetta vil ég hugfesta
og þess vegna vona ég:
22Náð Drottins er ekki þrotin,
miskunn hans ekki á enda,
23hún er ný á hverjum morgni,
mikil er trúfesti þín.
24Drottinn er hlutdeild mín, segir sál mín,
þess vegna vona ég á hann.
25Góður er Drottinn þeim er á hann vona
og þeim manni er til hans leitar.
26Gott er að bíða hljóður
eftir hjálp Drottins.

Esekíel

9Þegar ég leit upp sá ég hönd sem að mér var rétt og í henni var bók. 10Hann rakti hana sundur fyrir mér og á hana voru rituð, bæði á framhlið hennar og bakhlið, harmakvein, andvörp og kveinstafir. 1Hann sagði við mig: „Mannssonur, et það sem að þér er rétt. Et þessa bók og farðu síðan og ávarpaðu Ísraelsmenn.“ 2Þá opnaði ég munninn og hann fékk mér bókina að eta 3og sagði við mig: „Mannssonur, et bók þessa og láttu hana fylla magann.“ Þá át ég hana og hún var sæt sem hunang í munni mér.
4Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, farðu nú til Ísraelsmanna og flyttu þeim orð mín 5því að þú ert ekki sendur til fólks sem talar framandi eða óskiljanlegt tungumál, heldur til Ísraelsmanna, 6ekki til margra þjóða sem tala framandi tungumál sem þú skilur ekki orð í. Ef ég hefði sent þig til þeirra hefðu þær hlustað á þig.

Daníelsbók

6Daríus konungur ritaði nú öllum mönnum sem búa á jörðinni, af öllum þjóðum og öllum tungum: „Megi ykkur vel farnast.
27Þá skipun birti ég að í öllu ríki mínu skulu menn óttast og virða Guð Daníels.
Hann er hinn lifandi Guð
og varir að eilífu.
Ríki hans hrynur ekki
og vald hans mun engan enda taka.
28Hann frelsar og bjargar,
hann gerir tákn og undur á himni og jörð,
hann sem bjargaði Daníel úr klóm ljónanna.“
29Og vegur Daníels var mikill bæði á stjórnartímum Daríusar og á stjórnarárum Kýrusar hins persneska.
Hósea
20Á þeim degi geri ég sáttmála fyrir Ísraelsmenn
við dýr merkurinnar og fugla himinsins og skriðdýr jarðarinnar
og eyði boga, sverði og stríði úr landinu
og læt þá búa óhulta.
21Ég festi þig mér um alla framtíð,
ég festi þig mér í réttlæti, réttvísi, kærleika og miskunnsemi,
22ég festi þig mér í tryggð,
og þú munt þekkja Drottin.
23Á þeim degi mun ég bænheyra, segir Drottinn,
ég mun bænheyra himininn
og hann mun bænheyra jörðina
24og jörðin mun bænheyra kornið,
vínið og olíuna,
og þau munu bænheyra Jesreel
25og mín vegna mun ég sá henni í landið.
Ég mun sýna Miskunnarvana miskunn
og segja við Ekki-lýð-minn: „Þú ert lýður minn,“
og hann mun segja: „Þú ert Guð minn.“

Jóel
1Síðar mun ég úthella anda mínum yfir alla menn.
Synir yðar og dætur munu spá,
gamalmenni yðar mun dreyma drauma
og ungmenni yðar munu fá vitranir,
2jafnvel yfir þræla og ambáttir
mun ég úthella anda mínum á þeim dögum.
3Og tákn mun ég láta verða á himni og jörð:
blóð, eld og reykjarstróka.
4Sólin verður myrk
og tunglið sem blóð
áður en dagur Drottins kemur, hinn mikli og ógurlegi.
5En hver sem ákallar nafn Drottins
verður hólpinn.

Amos
11Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs.
Ég mun múra upp í sprungurnar
og reisa það sem hrunið hefur.
Ég mun byggja það aftur eins og það var áður
12svo að þeir geti endurheimt það sem eftir er af Edóm
og allar þjóðir aðrar sem nafn mitt hefur verið nefnt yfir.
13Já, þeir dagar koma, segir Drottinn,
að plógmaðurinn fylgir fast á hæla sláttumannsins
og víntroðslumaðurinn á eftir sáðmanninum.
Þá mun vínberjasafinn flæða um fjöllin
og hæðirnar verða gegnvættar.
14Þá mun ég snúa við högum þjóðar minnar, Ísraels.
Þeir munu endurreisa hinar eyddu borgir og búa í þeim,
þeir munu planta víngarða og drekka vín úr þeim,
gera aldingarða og neyta ávaxta þeirra.
15Ég mun gróðursetja þá í eigin jarðvegi
og þeir skulu aldrei framar verða upprættir
úr gróðurmoldinni sem ég gaf þeim,
segir Drottinn, Guð þinn.

Óbadía
1Þann dag sem þú lést afskiptalaust
að aðkomumenn flyttu burt eigur hans,
þegar útlendingar héldu inn um hlið hans
og vörpuðu hlutkesti um Jerúsalem,
varst þú sem einn af þeim.
12Horfðu ekki meinfýsinn
á örlög bróður þíns
á degi ógæfu hans.
Hlakkaðu ekki
yfir þjóð Júda
á degi tortímingar hennar.
Sparaðu þér stóryrði
á degi angistar hennar.
13Ryðstu ekki inn um hlið þjóðar minnar
á degi glötunar hennar.
Hlakkaðu ekki með hinum yfir óförum hennar
á degi glötunar hennar,
seilstu ekki eftir eigum hennar
á degi glötunar hennar.

Jónas
1Drottinn sendi stóran fisk og lét hann gleypa Jónas og var Jónas í kviði fisksins í þrjá daga og þrjár nætur. 2Úr kviði fisksins bað hann til Drottins, Guðs síns:
3Í neyð minni kallaði ég til Drottins
og hann svaraði mér.
Úr djúpi heljar hrópaði ég á hjálp
og þú heyrðir hróp mitt.
4Þú varpaðir mér niður á hyldýpi á reginhafi,
straumþunginn umlukti mig,
allar bylgjur þínar og boðaföll gengu yfir mig.
5Þá hugsaði ég:
Ég er burt rekinn frá augum þínum.
Samt mun ég enn fá
að líta þitt heilaga musteri.
6Vötnin ætluðu að drekkja mér,
hyldýpið umlukti mig
og þangið vafðist mér um höfuð.
7Ég steig niður að rótum fjallanna
og slagbrandar jarðarinnar skullu aftur að baki mér að eilífu.
En þú leiddir mig lifandi upp úr glötunargröfinni,
Drottinn Guð minn.
8Er ég var að dauða kominn
minntist ég Drottins
og bæn mín kom fram fyrir þig
í þínu heilaga musteri.
9Þeir sem dýrka fánýta hjáguði
hafa brugðið trúnaði við Drottin.
10En ég vil færa þér fórn
og syngja þér þakkarsálm.
Heitið, sem ég hef unnið, vil ég efna.
Hjálpin er hjá Drottni.
11Þá bauð Drottinn fiskinum að spúa Jónasi upp á þurrt land.

Míka
Því að frá Síon mun kenning berast
og orð Drottins frá Jerúsalem.
3Og hann mun dæma meðal margra þjóða
og skera úr málum fjarlægra stórvelda.
Þær munu smíða plógjárn
úr sverðum sínum
og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð
og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
4Þá munu menn sitja óhræddir,
hver undir sínum vínviði eða fíkjutré.
Svo hefur Drottinn allsherjar mælt.
5Aðrar þjóðir munu lifa,
hver í nafni síns guðs,
en vér munum lifa í nafni Drottins, Guðs vors,
um aldir alda.
6Á þeim degi, segir Drottinn,
safna ég hinum höltu saman,
stefni saman hinum útskúfuðu
og þeim sem ég hef beitt hörku.
7Hina höltu læt ég komast af
og geri hina útskúfuðu að voldugri þjóð.
Og Drottinn mun ríkja yfir þeim á Síonarfjalli
héðan í frá og að eilífu.

Nahúm

1Sjá á fjöllunum fætur fagnaðarboðans,
þess er friðinn kunngjörir.
Hald hátíðir þínar, Júda,
og efn heit þín.
Illskan mun ekki koma yfir þig aftur,
hún er afmáð með öllu.

Habbakuk

Þótt fíkjutréð beri ekki blóm
og vínviðurinn engan ávöxt;
þótt gróði ólífutrésins bregðist
og akrarnir gefi enga fæðu;
þótt sauðféð hverfi burt úr kvíum
og nautgripir úr fjósum,
18skal ég samt gleðjast í Drottni
og fagna yfir Guði hjálpræðis míns.
19Drottinn, Guð minn, er styrkur minn.
Fætur mína gerir hann fráa sem fætur hindarinnar
og leyfir mér að fara um hæðir mínar.

Sefanía

17Drottinn, Guð þinn, er hjá þér,
hin frelsandi hetja.
Hann mun fagna og gleðjast yfir þér,
hann mun hrópa af fögnuði þín vegna eins og á hátíðisdegi
og hugga með kærleika sínum
18hina langþjáðu.“
Ég mun víkja frá þér ógæfunni,
smáninni sem á þér hvílir.
19Á þeim tíma vitja ég þeirra
sem hafa þjakað þig.
Ég safna saman höltum og tvístruðum
og ég mun snúa smán þeirra í sæmd
og frægð um alla jörðina.

Haggaí

Svo segir Drottinn allsherjar: Þessi þjóð segir: „Enn er ekki tímabært að endurreisa hús Drottins.“
3Þá barst orð Drottins af munni Haggaí spámanns:
4Er þá tímabært fyrir ykkur að búa í þiljuðum húsum, meðan þetta hús er í rúst?
5Því segir Drottinn allsherjar: Sjáið hvernig ykkur hefur farnast. 6Þið hafið sáð miklu en uppskorið smátt, matast en ekki orðið saddir, drukkið en ekki fengið nægju ykkar, klæðst en ekki hlýnað og hafi launa verið aflað fóru þau í götótta pyngju.
7Svo segir Drottinn allsherjar: Sjáið hvernig ykkur hefur farnast.
8Farið upp í fjöllin, sækið við og reisið húsið, þá mun ég hafa velþóknun á því og gera mig vegsamlegan, segir Drottinn.
9Þið hafið vænst mikils en ykkur áskotnast lítið og ég hef blásið burt því sem þið fluttuð heim. Og hvers vegna? – segir Drottinn allsherjar. Vegna húss míns sem liggur í rústum meðan sérhver ykkar er á þönum við eigið hús.

Sakaría

1Engillinn, viðmælandi minn, vakti mig aftur, líkt og þegar menn eru vaktir af svefni, 2og spurði mig: „Hvað sérðu?“ Ég svaraði: „Ég sé ljósastiku úr skíragulli. Á henni er skál og sjö ljósastæði og úr skálinni liggja sjö rennur til þeirra. 3Yfir henni eru tvö ólífutré, annað hægra megin skálarinnar en hitt vinstra megin.“ 4Og ég spurði engilinn, viðmælanda minn: „Hvað tákna þessir hlutir, herra?“ 5„Veistu ekki hvað þessir hlutir tákna?“ spurði engillinn, viðmælandi minn. Og ég sagði: „Nei, herra.“
6Þá greindi hann mér svo frá:
Þetta er orð Drottins til Serúbabels:
Ekki með valdi né krafti
heldur fyrir anda minn,
segir Drottinn allsherjar.
7Hver ert þú, mikla fjall?
Andspænis Serúbabel skaltu verða að jafnsléttu.
Hann mun koma fram með hornsteininn
og þá fagna menn og hrópa: „Dýrlegur. Dýrlegur!“
8Og orð Drottins kom til mín:
9Hendur Serúbabels
hafa grundvallað þetta hús
og með höndum Serúbabels verður það reist að fullu.
Þá munuð þér sjá
að Drottinn hersveitanna sendi mig til yðar.

Malakí

10Eigum við ekki öll sama föður? Hefur einn og sami Guð ekki skapað okkur? Hvers vegna erum við þá svikul hvert við annað og vanhelgum sáttmála feðra okkar?

Mattheusarguðspjall
38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður. 45Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. 46Þótt þér elskið þá sem yður elska, hver laun eigið þér fyrir það? Gera ekki tollheimtumenn hið sama? 47Og hvað er það þótt þér heilsið bræðrum yðar og systrum einum? Það gera jafnvel heiðnir menn. 48Verið því fullkomin eins og faðir yðar himneskur er fullkominn.

Markúsarguðspjall

1Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. 2Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, koma þær að gröfinni. 3Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir okkur steininum frá grafarmunnanum?“ 4En þegar þær líta upp sjá þær að steininum hafði verið velt frá en hann var mjög stór. 5Þær stíga inn í gröfina og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju, og þær skelfdust.
6En hann sagði við þær: „Skelfist eigi. Þér leitið að Jesú frá Nasaret, hinum krossfesta. Hann er upp risinn, hann er ekki hér. Sjáið þarna staðinn þar sem þeir lögðu hann. 7En farið og segið lærisveinum hans og Pétri: Hann fer á undan yður til Galíleu. Þar munuð þér sjá hann eins og hann sagði yður.“

Lúkasarguðspjall
25Lögvitringur nokkur sté fram, vildi freista Jesú og mælti: „Meistari, hvað á ég að gera til þess að öðlast eilíft líf?“
26Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“
27Hann svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“
28Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Ger þú þetta og þú munt lifa.“
29En lögvitringurinn vildi réttlæta sjálfan sig og sagði við Jesú: „Hver er þá náungi minn?“
30Því svaraði Jesús svo: „Maður nokkur fór frá Jerúsalem ofan til Jeríkó og féll í hendur ræningjum. Þeir flettu hann klæðum og börðu hann, hurfu brott síðan og létu hann eftir dauðvona. 31Svo vildi til að prestur nokkur fór ofan sama veg og sá manninn en sveigði fram hjá. 32Eins kom og Levíti þar að, sá hann og sveigði fram hjá. 33En Samverji nokkur, er var á ferð, kom að honum og er hann sá hann kenndi hann í brjósti um hann, 34gekk til hans, batt um sár hans og hellti í þau viðsmjöri og víni. Og hann setti hann á sinn eigin eyk, flutti hann til gistihúss og lét sér annt um hann. 35Daginn eftir tók hann upp tvo denara, fékk gestgjafanum og mælti: Lát þér annt um hann og það sem þú kostar meira til skal ég borga þér þegar ég kem aftur.
36Hver þessara þriggja sýnist þér hafa reynst náungi þeim manni sem féll í hendur ræningjum?“
37Hann mælti: „Sá sem miskunnarverkið gerði á honum.“
Jesús sagði þá við hann: „Far þú og ger hið sama.“

Jóhannesarguðspjall
1Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. 2Hann var í upphafi hjá Guði. 3Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. 4Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. 5Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.
6Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. 7Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. 8Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. 10Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. 11Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. 12En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. 13Þau urðu ekki til á náttúrulegan hátt né af vilja manns heldur eru þau af Guði fædd.
14Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum.

Postulasagan
16Meðan Páll beið þeirra í Aþenu var honum mikil skapraun að sjá að borgin var full af skurðgoðum. 17Hann ræddi þá í samkundunni við Gyðinga og guðrækna menn og daglega á torginu við þá sem urðu á vegi hans. 18En nokkrir heimspekingar, Epíkúringar og Stóumenn, áttu og í orðakasti við hann. Sögðu sumir: „Hvað mun skraffinnur sá hafa að flytja?“
Aðrir sögðu: „Hann virðist boða ókunna guði,“ því að hann flutti fagnaðarerindið um Jesú og upprisuna. 19Og þeir tóku hann og fóru með hann á Aresarhæð og sögðu: „Getum við fengið að vita hver þessi nýja kenning er sem þú ferð með? 20Því að eitthvað nýstárlegt flytur þú okkur til eyrna og okkur fýsir að vita hvað þetta er.“ 21En allir Aþeningar og aðkomumenn þar gáfu sér ekki tóm til annars fremur en að segja eða heyra einhver nýmæli.
22Þá sté Páll fram á miðri Aresarhæð og tók til máls: „Aþeningar, þið komið mér svo fyrir sjónir að þið séuð í öllum greinum miklir trúmenn 23því að ég gekk hér um og hugði að helgidómum ykkar og fann þá meðal annars altari sem á er ritað: Ókunnum guði. Þetta sem þið nú dýrkið og þekkið ekki, það boða ég ykkur. 24Guð, sem skóp heiminn og allt sem í honum er, hann, sem er herra himins og jarðar, býr ekki í musterum sem með höndum eru gerð. 25Ekki verður honum heldur þjónað með höndum manna, eins og hann þyrfti nokkurs við, þar sem hann sjálfur gefur öllum líf og anda og alla hluti. 26Hann skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar er hann hafði ákveðið setta tíma og mörk bólstaða þeirra. 27Hann vildi að þær leituðu Guðs ef verða mætti þær þreifuðu sig til hans og fyndu hann. En eigi er hann langt frá neinum af okkur. 28Í honum lifum, hrærumst og erum við. Svo hafa og sum skáld ykkar sagt: Því að við erum líka hans ættar. 29Fyrst við erum nú Guðs ættar megum við eigi ætla að guðdómurinn sé líkur smíði af gulli, silfri eða steini, gerðri með hagleik og hugviti manna. 30Guð hefur umborið vanvisku liðinna tíma. En nú boðar hann mönnum hvarvetna að allir skuli snúa sér til hans 31því að hann hefur sett dag er hann mun láta mann, sem hann hefur fyrirhugað, dæma heimsbyggðina með réttvísi. Þetta hefur hann sannað öllum mönnum með því að reisa hann frá dauðum.“

Rómverjabréfið
1Réttlætt af trú höfum við því frið við Guð sakir Drottins vors Jesú Krists. 2Hann hefur veitt okkur aðgang að þeirri náð sem við lifum í og við fögnum í voninni um dýrð Guðs. 3En ekki aðeins það: Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum að þrengingin 4veitir þolgæði en þolgæði gerir mann fullreyndan og fullreyndur á vonina. 5Og vonin bregst okkur ekki. Því að kærleikur Guðs hefur streymt inn í hjörtu okkar með heilögum anda sem okkur er gefinn.
6Meðan við enn vorum vanmegna dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega. 7Varla gengur nokkur í dauðann fyrir réttlátan mann. Fyrir góðan mann kynni einhver ef til vill að vilja deyja. 8En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. 9Því fremur mun hann nú frelsa okkur frá reiðinni þar sem við erum réttlætt fyrir blóð Krists. 10Hafi Guð, þegar við vorum óvinir hans, tekið okkur í sátt með dauða sonar síns, mun hann því fremur nú, þegar hann hefur sætt okkur við sig, frelsa okkur með lífi hans. 11Og ekki það eitt, heldur fögnum við í Guði vegna Drottins vors Jesú Krists sem hefur sætt okkur við Guð.

1. Korinþubréf
1Þótt ég talaði tungum manna og engla
en hefði ekki kærleika
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
2Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
3Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum
og þótt ég framseldi líkama minn til þess að verða brenndur
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
4Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
5Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
6Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
7Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
8Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok,
og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
9Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.
10En þegar hið fullkomna kemur líður það undir lok sem er í molum.
11Þegar ég var barn talaði ég eins og barn,
hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn.
En þegar ég var orðinn fulltíða lagði ég niður barnaskapinn.
12Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,
en þá munum vér sjá augliti til auglitis.
Nú er þekking mín í molum
en þá mun ég gjörþekkja eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.
13En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt,
en þeirra er kærleikurinn mestur.

2. Korinthubréf

7Og til þess að ég skuli ekki ofmetnast af hinum miklu opinberunum er mér gefinn fleinn í holdið, Satans engill, sem slær mig til þess að ég skuli ekki líta of stórt á mig. 8Þrisvar hef ég beðið Drottin þess að láta hann fara frá mér. 9Og hann hefur svarað mér: „Náð mín nægir þér því að mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Því vil ég helst hrósa mér af veikleika mínum til þess að kraftur Krists megi taka sér bústað í mér. 10Þess vegna uni ég mér vel í veikleika, í misþyrmingum, í nauðum, í ofsóknum, í þrengingum vegna Krists. Þegar ég er veikur þá er ég máttugur.

Galatabréfið
Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn. 27Þið öll, sem eruð skírð til samfélags við Krist, hafið íklæðst Kristi. 28Hér er hvorki Gyðingur né annarrar þjóðar maður, [3]
Orðrétt: grískur.
þræll né frjáls maður, karl né kona. Þið eruð öll eitt í Kristi Jesú. 29Ef þið eruð í samfélagi við Krist þá eruð þið niðjar Abrahams og erfið það sem honum var heitið.

Efesusbréfið
1Ég, bandinginn vegna Drottins, áminni ykkur þess vegna um að hegða ykkur svo sem samboðið er þeirri köllun sem þið hafið hlotið. 2Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. 3Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins. 4Einn er líkaminn og einn andinn eins og Guð gaf ykkur líka eina von þegar hann kallaði ykkur. 5Einn er Drottinn, ein trú, ein skírn, 6einn Guð og faðir allra, sem er yfir öllum, með öllum og í öllum.

Filippíbréfið
1Þess vegna, mín elskuðu og þráðu systkin, [1]
Orðrétt: mínir elskuðu og þráðu bræður.
gleði mín og kóróna, standið þá stöðug í Drottni.
2Ég áminni Evodíu og Sýntýke að vera samlyndar vegna Drottins. 3Já, ég bið einnig þig, trúlyndi samþjónn, hjálpa þú þeim því að þær börðust með mér við boðun fagnaðarerindisins ásamt Klemens og öðrum samverkamönnum mínum og standa nöfn þeirra í lífsins bók.
4Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. 5Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. 6Verið ekki hugsjúk um neitt heldur gerið í öllum hlutum óskir ykkar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. 7Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu ykkar og hugsanir ykkar í Kristi Jesú.

Bréf Páls til Kólossumanna
15Hann er ímynd hins ósýnilega Guðs,
frumburður allrar sköpunar.
16Enda var allt skapað í honum
í himnunum og á jörðinni,
hið sýnilega og hið ósýnilega,
hásæti og herradómar, tignir og völd.
Allt er skapað fyrir hann og til hans.
17Hann er fyrri en allt og allt á tilveru sína í honum.
18Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar,
hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu.
Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu.
19Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa
20og láta hann koma öllu í sátt við sig,
öllu bæði á jörðu og himnum,
með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi.

1. Þessalónikubréf
13Ekki vil ég, systkin, [6]
Orðrétt: bræður.
láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. 14Því að ef við trúum því að Jesús sé dáinn og upprisinn, þá mun Guð fyrir Jesú leiða ásamt honum fram þau sem sofnuð eru.
15Því að það segi ég ykkur, og það er orð Drottins, að við, sem verðum eftir á lífi við komu Drottins, munum alls ekki fyrri verða en þau sem sofnuð eru. 1

2. Þessalónikubréf
16En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
17Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
18Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.

Fyrra bréf Páls til Tímóteusar
16En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
17Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
18Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.

2. Tímóteusarbréf
10En þú hefur fylgt mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi, kærleika, þolgæði 11í ofsóknum og þjáningum, slíkum sem ég varð fyrir í Antíokkíu, Íkóníum og Lýstru. Slíkar ofsóknir þoldi ég og Drottinn frelsaði mig úr þeim öllum.
12Enda verða allir ofsóttir sem lifa vilja guðrækilega í Kristi Jesú. 13En vondir menn og svikarar munu magnast í vonskunni, villa aðra og villast sjálfir.
14En halt þú stöðuglega við það sem þú hefur numið og hefur fest trú á þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. 15Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.
16Sérhver ritning er innblásin af Guði [2]
Eða: Sérhver ritning, innblásin af Guði, er …
og nytsöm til fræðslu, umvöndunar, leiðréttingar og menntunar í réttlæti 17til þess að sá sem trúir á Guð sé albúinn og hæfur ger til sérhvers góðs verks.

Títusarbréf
1Því að náð Guðs hefur opinberast til sáluhjálpar öllum mönnum. 12Hún kennir okkur að afneita óguðleik og veraldlegum girndum og lifa hóglátlega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum, 13í eftirvæntingu okkar sælu vonar, að hinn mikli Guð og frelsari vor Jesús Kristur opinberist í dýrð sinni. 14Hann gaf sjálfan sig fyrir okkur til þess að hann leysti okkur frá öllu ranglæti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til góðra verka.

Bréf Páls til Fílemons
Ég þakka Guði mínum ávallt er ég minnist þín í bænum mínum 5því að ég heyri um trú þína á Drottni Jesú og um kærleika þinn til hinna heilögu. 6Ég bið að það sem þú átt og gefur í trúnni styrki þig til þess að skilja allt hið góða sem veitist í Kristi. 7Mikla gleði og uppörvun hef ég þegið sakir kærleika þíns því að þú, bróðir, hefur endurnært hjörtu heilagra.

Guð hefur talað
1Guð talaði fyrrum oftsinnis og með mörgu móti til feðranna fyrir munn spámannanna. 2En nú í lok þessara daga hefur hann til okkar talað í syni sínum sem hann setti erfingja allra hluta. Fyrir hann hefur hann líka heimana gert. 3Hann, sem er ljómi dýrðar hans og ímynd veru hans og ber allt með orði máttar síns, hreinsaði okkur af syndum okkar og settist til hægri handar hátigninni á hæðum.

Hebreabréfið
4Hann er orðinn englunum þeim mun meiri sem hann hefur að erfðum tekið ágætara nafn en þeir. 5Því við hvern af englunum hefur hann nokkru sinni sagt:
Þú ert sonur minn,
í dag hef ég fætt þig?
Eða:
Ég vil vera honum faðir
og hann skal vera mér sonur?
6Og aftur er hann leiðir frumburðinn inn í heimsbyggðina segir hann:
Allir englar Guðs skulu tilbiðja hann.

Jakobsbréfið
14Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, [3]
Orðrétt: bræður mínir.
þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki? Mun trúin geta frelsað hann? 15Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi 16og eitthvert ykkar segði við þau: „Farið í friði, vermið ykkur og mettið!“ en þið gefið þeim ekki það sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? 17Eins er líka trúin ein og sér dauð vanti hana verkin.
18En nú segir einhver: „Einn hefur trú, annar verkin.“ Sýn mér þá trú þína án verkanna og ég skal sýna þér trúna af verkum mínum. 19Þú trúir að Guð sé einn. Þú gerir vel.

1. Pétursbréf
Komið til hans, hins lifanda steins, sem menn höfnuðu en er í augum Guðs útvalinn og dýrmætur. 5Látið sjálf uppbyggjast sem lifandi steinar í andlegt hús til heilags prestdóms, til að bera fram andlegar fórnir fyrir Jesú Krist, Guði velþóknanlegar. 6Því að svo stendur í Ritningunni:
Sjá, ég set hornstein í Síon,
valinn og dýrmætan.
Sá sem trúir á hann mun alls eigi verða til skammar.
7Yður sem trúið er hann dýrmætur en hinum vantrúuðu er steinninn, sem smiðirnir höfnuðu,
orðinn að hyrningarsteini
8og: ásteytingarsteini og hrösunarhellu.
Þeir steyta sig á honum af því að þeir óhlýðnast boðskapnum. Það var þeim ætlað.
9En þið eruð „útvalin kynslóð, konunglegur prestdómur, heilög þjóð, eignarlýður, til þess að þið skuluð víðfrægja dáðir hans,“ sem kallaði ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. 10Þið sem áður voruð ekki lýður eruð nú orðin „Guðs lýður“. Þið sem „ekki nutuð miskunnar“ hafið nú „miskunn hlotið“.

2. Pétursbréf
En þetta eitt má ykkur ekki gleymast, þið elskuðu, að einn dagur er hjá Drottni sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur. 9Ekki er Drottinn seinn á sér með fyrirheitið þótt sumir álíti það seinlæti, heldur er hann langlyndur við ykkur þar eð hann vill ekki að neinn glatist heldur að allir komist til iðrunar.

1. Jóhannesar bréf
Þið elskuðu, það er ekki nýtt boðorð sem ég rita ykkur, heldur gamalt boðorð sem þið hafið haft frá upphafi. Hið gamla boðorð er orðið sem þið heyrðuð. 8Eigi að síður er það nýtt boðorð, er ég rita ykkur, og sannindi þess birtast í honum og í ykkur því að myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína.
9Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er enn þá í myrkrinu. 10Sá sem elskar bróður sinn býr í ljósinu og í honum er ekkert er leitt geti hann til falls. [1]
Eða: leitt geti til falls.
11En sá sem hatar bróður sinn er í myrkrinu og lifir í myrkrinu og veit ekki hvert hann fer því að myrkrið hefur blindað augu hans.
12Ég rita ykkur, börnin mín, af því að Guð hefur fyrirgefið ykkur syndir ykkar vegna Jesú Krists. 13Ég rita ykkur, foreldrar, [2]
Orðrétt: feður.
af því að þið þekkið hann sem er frá upphafi. Ég rita ykkur, unglingar, af því að þið hafið sigrað hinn vonda.

2. Jóhannesar bréf
4Það hefur glatt mig mjög að ég hef fundið nokkur barna þinna sem lifa í sannleikanum eins og faðirinn bauð okkur. 5Og nú bið ég þig, frú mín góð, og er þá ekki að skrifa þér nýtt boðorð, heldur það er við höfðum frá upphafi: Við skulum elska hvert annað. 6Kærleikurinn felst í að við lifum eftir boðorðum hans. Þetta er boðorðið, eins og þið heyrðuð það frá upphafi til þess að þið skylduð breyta samkvæmt því.

3. Jóhannesar bréf
5Þú sýnir trúnað þinn, minn elskaði, í öllu sem þú vinnur fyrir söfnuðinn [1]
Orðrétt: fyrir bræðurna.
og jafnvel ókunna menn. 6Þeir hafa vitnað fyrir söfnuðinum um kærleika þinn. Þú gerir vel að greiða för þeirra eins og verðugt er í Guðs augum. 7Því að sakir nafns Jesú lögðu þeir af stað og þiggja ekki neitt af heiðnum mönnum. 8Þess vegna ber okkur að hjálpa þessum mönnum og verða þannig samverkamenn þeirra í þágu sannleikans.

Hið almenna bréf Júdasar
17En þið elskuðu, minnist þeirra orða sem postular Drottins vors Jesú Krists hafa áður talað. 18Þeir sögðu við ykkur: „Á síðasta tíma munu koma spottarar sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum.“ 19Það eru þeir sem valda sundrungu, þeir eru bundnir við þennan heim og hafa eigi andann. 20En þið elskuðu, byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar. Biðjið í heilögum anda. 21Látið kærleika Guðs varðveita ykkur sjálf og bíðið eftir að Drottinn vor Jesús Kristur sýni ykkur náð og veiti ykkur eilíft líf.

Opinberunarbókin
1Og ég sá nýjan himin og nýja jörð því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð voru horfin og hafið var ekki framar til. 2Og ég sá borgina helgu, nýja Jerúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni sínum. 3Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu er sagði: „Sjá, tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. 4Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
5Sá sem í hásætinu sat sagði: „Sjá, ég geri alla hluti nýja,“