„Loksins get ég lesið Nýja testamentið á tungumálinu mínu. Þannig finnst mér ég vera nær Guði en nokkru sinni fyrr! Af hjarta óska ég nú eftir þýðingu á Gamla testamentinu.“ Full af gleði heldur hin 22 ára Prudence Sabiri á nýútgefinni þýðingu á Nýja testamentinu á tungumál hennar, dagaare.

Að skilja Guð betur — á móðurmálinu

„Það hefur ótrúlega mikla þýðingu fyrir mig að geta lesið uppáhaldsversið mitt úr Fyrsta Jóhannesarbréfi 4.16 á móðurmálinu mínu. „Guð er kærleikur og sá sem er stöðugur í kærleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum.“  Þetta er giftingarvers ömmu minnar. Fram að þessu höfðum við aðeins ensku Biblíuna, sem hún skilur ekki. Nú get ég í fyrsta skipti lesið þetta vers og fleiri ritningarstaði fyrir hana á tungumálinu okkar. Ég vona að bráðlega komi einnig Gamla testamentið út á dagaare. Mér þykir svo vænt um Davíðssálmana.“

Í norðvesturhluta Gana býr tæp milljón manna af Dagaaba-þjóðflokknum. Rúm 60% þeirra eru kristin. Innan fjölskyldnanna er dagarre-tungumálið talað. Marga þeirra þrá Biblíuna á sínu eigin tungumáli. Það var þó fyrst fyrir tíu árum sem nokkrar kirkjudeildir tóku sig saman og báðu Ganverska biblíufélagið um þýðingu. Árið 2011 kom Markúsarguðspjall út og á þessu ári Nýja testamentið. Nú vinna þýðendurnir við fyrstu bækur Gamla testamentisins. Því miður hafa kirkjurnar ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess að styrkja Biblíufélagið. Þess vegna biðjum við þig um framlag svo að hægt verði að ljúka við þýðingu Biblíunnar í heild á dagaare!

Að alast upp við Orð Guðs á móðurmálinu:

Kristið fólk í Norðvestur-Gana er mjög hamingjusamt og gleðst yfir Nýja testamentinu á dagaare,“ segir Erasmus Odonkor, framkvæmdastjóri Ganverska biblíufélagsins. „Við biðjum þess að það muni sérstaklega bera blessunarríkan ávöxt á meðal æskufólks í söfnuðunum. Við erum komin hálfa leið á þeirri vegferð. Æðsta markmið okkar er að fá heildarþýðingu á Biblíunni á dagaare árið 2020. Verið svo væn að stuðla að því að ungt fólk eins og Prudence fái að alast upp við Orð Guðs  á móðurmálinu!“

Gefið fólkinu í Gana Orð Guðs  — með 5000 kr. fjármagnið þið átta Nýja testamenti á dagaare.

Þorgils Hlynur Þorbergsson, þýddi