Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Híb hitti í dag stjórn norska biblíufélagsins. Formaður stjórnarinnar Thor Singsaas mun heimsækja Ísland á vormisseri 2015.

Í stórninni sitja átta fulltrúar norsku kirkjunnar en þeir eru:
• Jan Opsal, hann kemur frá Hafrsfjord,
• Jorun E. Berstad sem kemur frá Weyde,
• Knut Holter, er fulltrúi frá Stavanger
• Linn Sæbø, kemur frá Oslo
• Rolf Ekenes kemur frá Vestskogen,
• Stian Kilde Aarebrot kemur frá Oslo
• Vigleik M. Aas, er frá Bodø

Fulltrúar frá öðrum kirkjudeildum eru fjórir en það eru:
Knut Aavik Johannessen, hann kemur frá Froland
• Henrik Stensrud, frá Osló
• Heidi Haugros Øyma, frá Osló
• Irene Lohne Westad, frá Osló

Einnig sitja í stjórninni fulltrúar starfsfólksins hjá biblíufélaginu.
Stjórnin hittist fimm sinnum á ári og fundirnir standa yfir í fjóra til fimm klukkutíma, stundum lengur. Á fundum er farið yfir öll verkefni sem unnin eru á vegum félagsins, fjármál og markmiðssetningu.
Stefnumótunarvinna er unnin á lengri fundum.
Norska Biblíufélagið var stofnað árið 1816 en þeir fengu sína fyrstu útgáfu af Biblíunni á sínu eigin móðurmáli 1904. Norðmenn dást að Íslendingum sem fyrst gáfu út Biblíu á íslensku árið 1584. Sú útgáfa hafði gríðarleg áhrif á varðveislu tungumálsins.