Fyrir mér er Biblían  andlegur fjársjóður, sem ég leita daglega í mér til blessunar. Hún er mér líka styrkur þegar þegar eitthvað bjátar á. Það segir í Nahúm  1:7

,,Drottinn er góður, athvarf á degi neyðarinnar og hann þekkir þá sem treysta honum“.

Það er svo gott að vita að Drottinn þekkir okkur. Og Jesús sagði við lærisveinana sína áður en hann fór til himins: ,,Ég er með ykkur alla daga allt til enda veraldar“. Þau orð gilda enn í dag !

Biblían er full af yndislegum gimsteinum sem við getum tekið með okkur inn í allar aðstæður lífsins. Það er mikill fjársjóður, að eiga aðgang að þessu blessaða orði.

Ég les daglega í þessari yndislegu bók og nota stundum biblíulestraráætlun Biblíufélagsins. Svo gaf Guð okkur bænina. Og ég legg mín mál daglega fram fyrir hann í bæn og trúi því að hann muni vel fyrir sjá, eins og stendur í Davíðssálmi 37,5 ,,Fel Drottni vegu þína treystu honum og hann mun vel fyrir sjá“.

 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir,

starfsmaður á útvarpsstöðinni Lindin