Þorgils Hlynur Þorbergsson hefur tekið að sér verkefni fyrir Biblíufélagið. Um er að ræða þýðingarvinnu, að þýða fréttir frá erlendum Biblíufélögum en Þorgils hefur mikinn áhuga á tungumálum og talar auk íslensku, norræn tungumál, ensku, þýsku og dálitla hollensku. Á heimasíðu félagsins hafa nú þegar birst erlendar fréttir frá Biblíufélaginu í Þýskalandi sem Þorgils hefur þýtt.

Þorgils Hlynur er fæddur þann 17. mars árið 1971, sonur hjónanna sr. Þorbergs Kristjánssonar og Elínar Þorgilsdóttur sem bæði eru látin. Hann lauk stúdentsprófi af málabraut MK vorið 1991, embættisprófi í guðfræði haustið 1996, B.Ed. prófi frá KHÍ í febrúar 2002 og stundar nú söngnám við Söngskólann í Reykjavík.
Biblíufélagið færir honum bestu þakkir fyrir hjálpina.