Á ársfundi Biblíufélagsins 7. febrúar nk. verða greidd atkvæði um tillögur að lagabreytingum. Ársfundurinn verður þannig ákvarðandi um skipulag og starfsemi félagsins fyrir næstu ár. Þátttökurétt í fundinum hafa allir skráðir félagar í Hinu íslenska biblíufélagi.

Stjórn félagsins er að vinna tillögur að lagabreytingum en jafnframt er rétt að benda á að allir félagar í Biblíufélaginu hafa rétt til að senda inn tillögur. Þurfa þær að berast í síðasta lagi 24. janúar.

Núna eftir að ný þýðing Biblíunnar er komin út, en vinna við hana hefur verið aðalverkefni félagsins síðustu áratugi, er rétt að hugsa um hvert á að vera hlutverk félagsins í framtíðinni. Í því sambandi er vert að líta til starfsemi systurfélaganna á Norðurlöndunum sem eru ein öflugustu biblíufélög heimsins um þessar mundir. Hér fyrir neðan eru tenglar á lög biblíufélaganna í Danmörku og Noregi og einnig á lög Sameinuðu biblíufélaganna sem Biblíufélagið er aðili að. Einnig á stefnulýsingu Sameinuðu biblíufélaganna (Identity and Ethos) og á lög HÍB. Jafnframt eru skjöl með upplýsingum um starfsemi félaganna á Norðurlöndum eins og henni er lýst á heimasíðum þeirra.

Til að tilheyra Sameinuðu biblíufélögunum þurfa félögin að uppfylla ákveðin skilyrði og þar skiptir mestu máli tengsl biblíufélaganna við alla kristna söfnuði í viðkomandi landi, óháð kirkjudeild. Lög norrænu félaganna endurspegla þetta. Þó Hið íslenska biblíufélag hafi starfað í sama anda hefur þetta ekki verið formlega fest í lög félagsins og því getur verið full ástæða til að endurskoða þau að þessu leyti.

Skipulag félaganna, samanber lög þeirra, skiptir í raun miklu máli og kemur það vel fram í starfi þeirra, samanber lýsingarnar á starfsemi þeirra hér fyrir neðan.

Félagar í Biblíufélaginu eru hvattir til að skoða gögnin um skipulag og starf biblíufélaganna á Norðurlöndum og móta sér skoðun um hvernig þeir vilja sjá starf Hins íslenska biblíufélags næstu árin.

Allar tillögur um lagabreytingar eru vel þegnar. Þær verða síðan birtar hér á heimasíðu félagsins eftir 24. janúar þegar skilafrestur rennur út.

Tenglar:
Lög HÍB
Lög danska biblíufélagsins
Lög norska biblíufélagsins
Lög Sameinuðu biblíufélaganna
Starfsemi danska biblíufélagsins
Starfsemi norska biblíufélagsins
Starfsemi sænska biblíufélagsins
Identity and Ethos

Heimasíða danska biblíufélagsins
Heimasíða norska biblíufélagsins
Heimasíða sænska biblíufélagsins