Nú hafa Sameinuðu biblíufélögin gefið út skýrslu sem varpar ljósi á hversu mörgum Biblíum og öðrum guðorðabókum félögin dreifðu á síðasta ári um heiminn. 29 milljónum eintaka var dreift og reyndist það vera þrjú prósent aukning frá árinu 2008. Hefur sú þróun átt sér stað hin síðari ár að sífellt fleiri Biblíum er dreift ár frá ári og verða það að teljast góðar fréttir.

Þó nægir ekki aðeins að líta til þeirrar staðreyndar að 29 milljónum Biblía hafi verið komið í hendur fólks á síðasta ári því Biblíufélögin víðsvegar um heiminn útvega fólki mikinn fjölda annarra rita, hvort sem það eru sérprent af einstaka bókum Biblíunnar, Nýja testamenti eða önnur rit sem hjálpa fólki að kynnast orði Guðs. T.d. má nefna að lestrarskrár fyrir Biblíuna voru prentaðar í yfir 300 milljón eintökum á síðasta ári.