Forsíða 2018-02-02T03:28:18+00:00

Biblíulestur 21. febrúar – Esk 1.1-21

Köllun Esekíels

1 Á fimmta degi fjórða mánaðar á þrítugasta árinu, þegar ég dvaldist á meðal útlaganna við Kebarfljót, opnaðist himinninn og ég sá guðdómlegar sýnir. 2 Á fimmta degi mánaðarins, það er að segja á fimmta ári eftir að Jójakín konungur hafði verið rekinn í útlegð, 3 kom orð Drottins til Esekíels Búsísonar prests, í landi Kaldea við Kebarfljót og þar kom hönd Drottins yfir hann.

Dýrð Drottins opinberuð

4 Þá sá ég hvassviðri koma úr norðri, mikið ský og eldglæringar. Um það lék ljómi og úr honum miðjum leiftraði sem af hvítagulli. 5 Úr ljómanum miðjum birtist eitthvað sem líktist fjórum lifandi verum. Þannig litu þær út: Á þeim var mannsmynd 6 en hver þeirra hafði fjögur andlit og fjóra vængi. 7 Fótleggir þeirra voru beinir og iljarnar eins og kálfsklaufir og þeir ljómuðu eins og fægður eir. 8 Þær höfðu mannshendur undir vængjum sínum á allar fjórar hliðar. Allar fjórar höfðu andlit og vængi 9 og snertu vængir þeirra hver annan og andlit þeirra sneru beint fram þegar þær gengu beint af augum. 10 Andlit þeirra litu þannig út: Þær höfðu mannsandlit sem sneri fram á öllum fjórum, allar fjórar höfðu ljónsandlit hægra megin og allar fjórar nautsandlit vinstra megin og allar fjórar höfðu þær arnarandlit sem sneri aftur. 11 Vængir þeirra voru þandir upp á við. Hver þeirra hafði tvo vængi sem snertust og tvo vængi sem huldu líkama þeirra. […]

Gleðin er merkilegt fyrirbæri, hún er bráðsmitandi og í senn læknandi. Jafnframt er hún er sterkt vopn gegn neikvæðni, niðurrifi og vanlíðan. Þetta veit Guð okkar á himnum, enda er talað um gleðina og mikilvægi hennar á fjölda mörgum stöðum í Biblíunni.

Perla Magnúsdóttir, Ferðamálafræðingur í hópadeild hjá Nordic Visitor

23. Davíðssálmur er persónuleg trúarjátning þar sem myndmálið lýsir einstöku sambandi á milli manneskjunnar og Guðs. Traustið til Guðs, sem er alltaf nálægur á öllum stundum lífs okkar. Framsetning sálmsins er ákaflega persónuleg og þess vegna talar sálmurinn svo sterkt til mín.

Jón Jóhannsson, Djákni og framkvæmdastjóri JJ verktaka
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar