Skrá mig í félagið
Þú getur styrkt starf Biblíufélagsins með því að gerast félagi eða stuðningsaðili.
Styðja við starfið
Þú getur styrkt starf Biblíufélagsins og valið ákveðið málefni með því að fylla út formið.
Login
Biblía á hvert heimili!


mið. 22. Biblían er góð gjöf Með því að gefa Biblíu erum við að hvetja viðkomandi til að kynna sér boðskap hennar. Áhrif og gildi Biblíunnar eru mikil, bæði trúarleg og menningarleg. Fjöldi listafólks hefur só . . .

Veistu á hvern þú trúir?


fim. 16. ,,Fyrir þá sök líð ég og þetta. En ég fyrirverð mig eigi því að ég veit á hvern ég trúi. Og ég er sannfærður um að hann er þess megnugur að varðveita það sem mér er trúað fyrir þar til dagurinn kemur . . .

Biblían er góð gjöf


mán. 13. Aðeins um 1000 Biblíur seljast árlega á Íslandi. Það er verðugt umhugsunarefni þar sem um 4000 ungmenni fermast á ári hverju. Spurningar vakna þar sem áður heyrði það nánast til undantekninga að fermi . . .

„Sá dagur rennur upp, er héðan burt ég fer“


mið. 8. Cai Frimodt-Møller, fyrrum stjórnarformaður Hins danska biblíufélags, er í dag talsmaður þess, að fólk geti arfleitt Biblíufélagið að eigum sínum og vill gjarnan vekja athygli á því. Hugsunin um dau . . .

Mikil hátíð í Ástralíu


mán. 6. 200 árum fagnað Ástralska biblíufélagið fagnar 200 ára afmæli sínu á þessu ári og verður mikið um hátíðahöld. Hægt er að kynna sér viðburði afmælisársins hér https://www.biblesociety.org.au/?utm_sour . . .

Eldri fréttir . . .
Allt sem þú vilt vita um Biblíuna, en veist ekki hvern þú ættir að spyrja!


mán. 27. Séra Þórhallur Heimisson sóknarprestur Breiðholtskirkju hefur haldið úti fjölmörgum námskeiðum í vetur varðandi orrustur, íslam, trúarbrögð heimsins og leyndardóma fornaldarinnar. Nú er komið að síðasta námskeiði vetrarins en það er um Biblíuna og ber yfirskriftina: Allt sem þú vilt vita um Biblíuna – en veist ekki hvern þú ættir að spyrja.

Pælt verður í heimildum Biblíunnar, ritunarsögu, sögu þeirra þjóða sem við mætum í Biblíunni auk Gyðinga, trúarbrögðum sem hafa haft áhrif á bæði Gyðingdóm og kristni (Egyptum, Babylóníu, Mesópótamíu, Zóróaster, Baal, Fönikíumenn, Gnóstíkinni, Apókalýptíkinni og Grikkjum) og textum sem ekki fengu náð fyrir augum þeirra sem söfnuðu saman textum Biblíunnar.

Námskeiðið er haldið 2. maí og 9. maí í Breiðholtskirkju og það byrjar kl.20.00.

Það er öllum opið og ókeypis – en áhugasamir þurfa að skrá sig á thorhallur33@gmail.com