Þetta málverk eftir Veronese lýsir brúðkaupinu í Kana í umhverfi sem minnir meira á aðstæður ítalska aðalsins á endurreisnartímanum en í Galíleu á 1. öld. (Á 2. öld var farið að nota nafnið Palestína sem við þekkjum úr fréttum í stað Galíleu.)
Ítalski málarinn Veronese sem hét raunar Paolo Caliari fæddist 1528 og dó 1588. Málverkið af brúkaupinu í Kana var pantað af benediktínarklaustrinu San Giorgio Maggiore í Feneyjum og var sett upp í matsal klaustursins árið 1563. Árið 1798 eignaðist Louvre safnið í París málverkið og þar er það enn til sýnis í herbergi nr. 6 á annari hæð.