Þessaloníkubréfin eru elstu Pálsbréfin og skrifuð um 50 e.Kr. Þessaloníka var höfuðborg í héraðinu Makedóníu í Norður-Grikklandi og þaðan hafði Páll þurft að flýja frá þeim söfnuði er hann hafði stofnað þar vegna andspyrnu Gyðinga (sbr. Post 17.1−17.15). Bréfið skrifar hann að líkindum frá Korintu til þess að styrkja trú safnaðarins, kærleika og von (1.3). Bréfið fjallar um þessi efni í réttri röð, 1. kafli um trúna, 2. og 3. kafli um kærleikann og 4. og 5. kafli um vonina.