Nýverið urðu breytingar á stjórn Hins íslenska biblíufélags. Eins og áður hefur komið fram gengu þá úr stjórn: Gunnlaugur A. Jónsson prófessor, Arnfríður Einarsdóttir dómari við Landsrétt og Áslaug Björgvinsdóttir hdl. Eru þeim öllum færðar þakkir fyrir góð störf.

Í stjórn í þeirra stað voru kosin: Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur, Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir lögfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Kristján Þór Gunnarsson matvælafræðingur og framkvæmdastjóri SÍAL ehf.

Við bjóðum nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og vitum að með Guðs hjálp munu þau efla félagið og styrkja.

 

Guðmundur Brynjólfsson