Davíð sigrar Filistea

17 Þegar Filistear fréttu að Davíð hafði verið smurður til konungs yfir Ísrael héldu þeir allir norður á bóginn til þess að taka Davíð til fanga. Þegar Davíð barst fregn af því fór hann niður í klettavirkið. 18Filistear voru þá komnir og höfðu dreift sér um Refaímsléttu.
19 Þá leitaði Davíð svara hjá Drottni og spurði: „Á ég að fara gegn Filisteum? Muntu selja þá mér í hendur?“ Drottinn svaraði Davíð: „Farðu norður eftir því að ég mun vissulega selja Filistea þér í hendur.“ 20 Þá fór Davíð til Baal Perasím, sigraði þá þar og sagði: „Drottinn hefur rofið fylkingar fjandmanna minna frammi fyrir mér líkt og vatn sem brýtur sér leið.“ Þess vegna er þessi staður nefndur Baal Perasím,[ það er Herra rofsins. 21 Filistearnir skildu skurðgoð sín eftir þarna og Davíð og menn hans tóku þau með sér.
22 En Filistearnir héldu aftur norður og dreifðu sér um Refaímsléttu.
23 Davíð leitaði þá aftur svara hjá Drottni og hann svaraði: „Þú skalt ekki fara beint á móti þeim, farðu á svig við þá og aftur fyrir þá og gerðu árás á þá frá Bakatrjánum. 24 Þegar þú heyrir þrusk, skóhljóði líkast, í hæstu greinum Bakatrjánna skaltu bregða skjótt við því að þá fer Drottinn fyrir þér til þess að sigra her Filistea.“
25 Davíð gerði það sem Drottinn hafði fyrir hann lagt og sigraði Filistea á öllu svæðinu frá Geba til Geser.