Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags var haldinn þriðjudaginn 25. apríl 2017 kl. 20 í Bústaðakirkju.
Á aðalfundinum var meðal annars rætt um mikilvægi þess að efla enn frekar starf félagsins, benda á mikilvægi Biblíunnar, sem menningarlegt, sögulegt og trúarlegt rit. Arnfríður Einarsdóttir, lögmaður, stjórnaði fundinum en sr. Grétar Halldór Gunnarsson ritaði fundargerð.

Sr. Valgeir Ástráðsson, varaforseti félagsins gekk úr stjórn félagsins en hann hefur setið í stjórninni í 22 ár. Forseti félagsins, frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, þakkaði sr. Valgeiri fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið, trúfesti og dugnað.
Valgeir sagði nokkur orð í lok fundar og fjallaði um mikilvægi þess að horfa björtum, jákvæðum augum á framtíðina og starfa áfram að krafti að markmiðum Biblíufélagsins.

Á myndinni má sjá sr. Valgeir Ástráðsson og forseta félagsins Agnesi M. Sigurðardóttur.