23 þjóðkirkjuprestar í Danmörku sækja nú fyrsta námskeiðið í „biblíutengri sálgæslu — úrvinnslu áfalla“. Mikill áhugi er á þessari aðferð, skrifar alþjóðlegur yfirmaður Hins danska biblíufélags, Synne Garff, sem sjálf kenndi á námskeiðinu.

„Biblían situr í fyrirrúmi. Aðferðin er öðruvísi, tekur að hluta til á sálfræði og er samfélagseflandi. Í síðustu viku var fyrsta námskeiðið í biblíutengdri sálgæslu haldið í samstarfi Biblíufélagsins og símenntun presta, FUV í Løgumklaustri.

23 prestar hafa nú tekið fyrsta stigið í þessari menntun og geta unnið með hópa. Ásamt Helle Møller Jensen, lektor í sálgæslu, kenndi ég eftir þeirri aðferð, sem rösk milljón manna víðs vegar um heim hefur hagnýtt sér. Tveir bandarískir sérfræðingar í áfallahjálp, Harriet Hill og Philip Monroe frá Biblíufélaginu, prófessor í sálfræði, fluttu á sama tíma erindi um uppruna aðferðarinnar og hugmyndir og buðu upp á spurningar. Ekki er ákveðin guðfræði í efninu og af þeim sökum njóta kaþólikkar, mótmælendur, rétttrúnaðarmenn og fríkirkjufólk góðs af því“

Biblíutengd sálgæsla

Hún byggir á vinnu með sorgarhópum með frásögum, söng, bæn, hlutverkaleikjum, teikningum, trúnaðarsamtölum, biblíulestrum og skriftum.
Sameinuðu biblíufélögin styðja vinnuna í kringum biblíutengda sálgæslu, meðal annars í Afríku og Mið-Austurlöndum.

Það framlag, sem hafði einna mest áhrif á þátttakendur námskeiðsins, kom frá Elalie.  Elalie er flóttamaður frá Alþýðulýðveldinu Kongó. Nú býr hún í Viborg ásamt níu börnum sínum og hafði haldið til Løgumklausturs, þar sem hún sagði frá hrikalegum flótta sínum til Úganda, og hvernig biblíutengd sálgæsla í flóttamannabúðunum leysti hana undan áfallastreitunni. Hún gat næstum því ekkert talað, þegar hún kom til Úganda og þjáðist af minnisleysi — dóttir hennar, eiginmaður og tengdaforeldrar höfðu verið myrt. Nú treystir hún sér til þess að segja sögu sína og hjálpa öðru fólki.

Biblíutengd sálgæsla ætluð breiðum hóp fólks

„Aðferðin hefur að geyma áhugavert sjónarhorn, ekki aðeins fyrir þjóðkirkjuna, heldur einnig fyrir fríkirkjur. Áhuginn á þessari aðferð hefur verið svo mikill, einnig á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga, að við í Biblíufélaginu ákváðum að láta þýða bandaríska efnið og heimfæra það upp á danskar aðstæður. Í allri þeirri eymd, sem við upplifum í heiminum, eru áföll ein þeirra áskorana sem kirkjan getur axlað raunverulega ábyrgð á“ segir Synne.

„Í Danmörku er til staðar áfallahjálp fyrir uppgjafahermenn, lögreglufólk,  fórnarlömb nauðgana, umferðarslysa, atvinnuleysis, skilnaða o.s.frv. Yfirvöld innflytjenda og flóttamanna geta hagnýtt sér ýmis tæki og tól til þess að aðstoða söfnuði við áfallahjálp. Hugsum okkur allar þær milljónir manna, sem komið hafa til Evrópu og fá ekki hjálp, því að það er árs biðtími eftir áfallageðlækni eða sálfræðingi. Margir hafa alls ekki efni á viðtölum.
Ein þeira áskorana, sem danskir geðlæknar og sálfræðingar geta staðið frammi fyrir, er að þeir láta sig ekki endilega varða trúarlegar spurningar. Hverju svarar sálgætirinn til dæmis, þegar hinn þjáði spyr: „Hvar var Guð, þegar mér var nauðgað?“ „Hvers vegna greip Guð ekki inn í, þegar hermennirnir myrtu dóttur mína?“

Listamaðurinn Maja Lisa Engelhardt hefur af örlæti sínu lánað eitt verka sinna sem umslag fyrir kennsluefnið. Ekki er unnt að kaupa bókina eina og sér, en hún er notuð í tengslum við kennsluna.

sjá nánar áhttp://www.bibelselskabet.dk/stoetos/projekter/flygtninge_forside/traumeheling/folkekirken