Biblíudaginn ber upp á sunnudaginn 19. febrúar 2017 en þá verður útvarpað guðsþjónustu frá Vídalínskirkju. Forsetafrúin Eliza Reid mun flytja hugleiðingu en sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. 
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB mun flytja stutt ávarp.

Á Biblíudaginn er hefð fyrir því að allar kirkjur taki samskot til fjölbreyttra vekefna á vegum Sameinuðu biblíufélaganna (UBS). Að þessu sinni er safnað fyrir Biblíum og þýðingarstarfi í Mið-Asíu.

Kt. 620169-7739
Reikningur 0101-26-3555

Munum að margt smátt gerir eitt stórt!

Á heimsíðu félagsins er nú komið inn fræðsluefni fyrir Biblíudaginn, þar á forsíðu er dálkur (Biblíudagur 2017) þar sem finna má meðal annars:

1. Kynningu

2. Viðtal við þrjú ungmenni frá Mið-Asíu

3. Nýtt lag 
Boðskapur Biblíunnar.  Lagið gerði Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB en textann gerði sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson.