Heitasta ósk TianLan var að nágrannar hans eignuðust eigin Biblíur
Líf Wang TianLan hefur aldrei verið dans á rósum. Þessi kínverski einyrki hefur unnið myrkranna á milli alla sína ævi. Fyrir nokkrum árum veiktist hann af krabbameini og stuttu seinna greindist konan hans einnig með krabbamein.
Nú líður að jólum og þrátt fyrir fátækt og veikindi sér TianLan ástæðu til að fagna.
„Jesús, það eina sem þú áttir var jata. Við ættum því ekki að vera áhyggjufull,“ segir hann.

TianLan varð þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á kristnu heimili. Það að fá að þekkja Guð allt frá bernsku hefur fyllt hann kærleika, gleði og friði. Nú hika þau hjónin ekki við að gefa samferðafólki sínu hlutdeild í voninni sem þau eiga.

„Ég á svo marga kristna vini sem heimsóttu okkur hjónin daglega og báðu með okkur, að nágranni okkar var farinn að undrast hvað við ættum marga ættingja. Ég sagði honum þá að fölskylda Guðs væri mjög stór,“ segir TianLan með bros á vör.

Eitt af því dýrmætasta sem hann á er Biblían sem er orðin snjáð af mikilli notkun. TianLan átti þá ósk heitasta að allir í þorpinu hans fengju sitt eigið eintak af Orði Guðs.
Vegna þeirra mörgu sem styrkja starf Sameinuðu Biblíufélaganna var hægt að verða við ósk TianLans og útvega fólkinu í þorpinu hans glænýjar Biblíur. Vinir hans og ættingjar geta því lesið góðu fréttirnar um Jesú úr sinni eigin Biblíu um þessi jól og ókomna tíð.

„Fyrir nokkrum árum gátum við í þorpinu ekki einu sinni skrapað saman fyrir einni Biblíu,“ segir TianLan. „En núna höfum við fengið að gjöf Biblíur í hundraðatali. Hjartans þakkir!“

Stuðningur við starf UBS, Sameinuðu biblíufélögin

reikn. 0101-26-3555
kt. 620169-7739