Stúlka nokkur, sem ólst upp í í fjölskyldu sem ekki var kristin, sigraðist á myrkrinu fyrir tistilli Orðs Guðs

Í Vestur-Afríku opinberaði hin unga Aholou kærleika Guðs á blaðsíðum Biblíunnar.

Jafnvel á heiðskírum degi nær sólarljósið varla að smjúga inn í skítugan strákofa Aholou. Heimilið, sem er staðsett í Tógó í Vestur-Afríku, er algjörlega sneitt allri dagsbirtu, samkvæmt tilskipun frá föður hennar.

En hegðun föðurins hefur ekki einvörðungu haldið fjölskyldunni frá sólarljósinu. Svo langt sem hana rekur minni til, hefur hann fundið Biblíunni allt til foráttu og séð til þess að allt heimilisfólk, Aholou, systkinin hennar fimm og fjögur frændsystkin — láti það ógert að fletta í henni.

Það er þó kaldhæðni, að foreldrar hennar skrá hana enn til náms í biblíutengdum skóla, þar sem hann var það eina sem kom til greina í grennd við heimili þeirra. Sú reynsla hefur haft áhrif á líf Aholou til frambúðar.

Daglega segir kennarinn í skólanum börnunum sögur úr Biblíunni. Þar sem Aholou hafði aldrei áður kynnst Ritningunni vöktu þessar sögur áhuga hennar á því að leggja stund á Orð Guðs. Hrifning Aholou óx dag frá degi þar til örlátir styrktarfélagar Hins tógóska biblíufélags heimsóttu bekkinn hennar og dreifðu barnabiblíum. Gjöfin, sem var fjármögnuð af örlátum styrktarfélögum Hins bandaríska biblíufélags, fékk Aholou og bekkjarfélaga hennar til þess að kynna sér Biblíuna í tímum; með myndskreyttum sögum og litríkum blaðsíðum.

Þegar Aholou hélt fyrst á sinni eigin Biblíu, varð hún hrædd. „Ég vissi ekki hver viðbrögð foreldra minna yrðu,“ segir hún. En með tímanum tók gleðin völdin. „Ég er mjög ánægð með að eiga þessa Biblíu og veit að Jesús elskar börn og elskar mig líka.“

Í dag unir Aholou sér við blaðsíður Biblíunnar. Foreldrar hennar hafa af og til leyft henni að sækja kirkju á staðnum, stað þar sem hún getur auðveldlega lesið og deilt eftirlætisbiblíusögunum sínum. Hún lítur á þennan möguleika sem tækifæri til þess að sigrast á því myrkri sem hún tekst á við heima fyrir.

„Ég vona að þessi Biblía muni leiða til breytinga í lífi mínu og eins foreldra minna, sem þekkja ekki Jesú,“ segir hún. „Ég vil að Jesús hjálpi mér að vaxa“