Þegar safnaðarráðið og presturinn í Varnæssókninni dreifðu 600 ókeypis eintökum af Biblíunni í fyrra — einni á sérhvert heimili í sókninni — var það afrakstur eins árs undirbúnings og strits. Mikill merkisdagur!

Og örugglega minnkar gleðin ekki, þegar umbúðirnar hafa verið teknar upp sums staðar og Biblíunni lokið upp. Varla á öllum 600 heimilunum, en hin 48 ára gamla Dorthe Berg og hin fertuga Tina Erichen eru komnar vel á veg — á tvo afar mismunandi máta, en þær lesa og hafa hugsað sér að halda áfram.

„Við höfum fengið hana, og  hún á ekki að standa þarna óupptekin,“ segir Dorthe Bech. Hún les fyrst og fremst af því að Biblían er „góður vitnisburður“, eins og hún segir. Hún heldur áfram:
„Svona eru trúarbrögðin.“
„Það er svo margt í heiminum, sem snýst um trúarbrögð í dag, og ef maður þekkir ekki Biblíuna, er erfitt að taka þátt í samtalinu.“ Og um að barnaskólalær-dómurinn dugir ekki til, segir hún:
„Að hluta til getur maður ekki munað hann allan, og að hluta til les maður þetta á öðrum forsendum sem fullorðin manneskja.“

Bæði hún og Tina Erichsen hrósa safnaðarráðinu og prestinum fyrir frumkvæði þeirra.

„Það var rausnarlegt, í alla staði glæsilegt,“ segir Tina Erichsen. Þau hafa lagt gríðarmikla vinnu í þetta. Og við áttum ekki einu sinni að koma í kirkjuna til þess að ná í hana — þau óku um,  bönkuðu upp á hjá okkur og afhentu hana. Alveg æðislegt,“ segir hún.

Dorthe Bech les nokkrar síður á kvöldin. Tina Erichsen hefur komið á föstum gæðatíma á hverjum morgni þar sem hún les upphátt fyrir börnin, á meðan fjölskyldan snæðir morgunverðinn.

Lykilorð dagsins
„Þau eru frjó, lykilorð dagsins. Fyrst í stað skildu börnin ekkert í því hvað í ósköpunum þetta væri. Það eru nokkur orð, sem eru erfið, málfarið er gamaldags og það getur reynst bæði börnum og fullorðnum erfitt. En þau komast inn í þetta, og skyndilega rennur upp fyrir þeim, að það minnir á eitthvað sem þau hafa lesið í skólanum, eða þau þekkja persónu úr annarri sögu Biblíunnar. Lesturinn tekur kannski fimm til sjö mínútur og það er afar lærdómsríkt og ósköp notalegt,“ segir Tina Erichsen.

Hún fylgir lestraráætlun Biblíufélagsins og les þá ritningarstaði upphátt á hverjum degi, sem stungið er upp á. En auk þess hefur Biblían ekki komið í veg fyrir nýja vana. Tina sækir kirkju ef til vill aðeins oftar en áður,  meðal annars vegna þess að hún hefur verið við guðsþjónustu og lagt fram tillögu um það, hvernig hægt sé að lesa Biblíuna.  En Tina Erichsen segir líka með bros á vör:

„Ég kem eins og presturinn — þegar mér ber.“

Tina Erichsen fermdist í Varnæskirkju — og bæði börnin hennar eru skírð þar og annað þeirra fermt á sama stað.

Dorthe Bech er sjálf skírð, fermd og gift í Varnæskirkju, og báðar stúlkurnar hennar eru bæði skírðar og fermdar á sama stað. Sú yngri er einmitt byrjuð að syngja í kirkjukórnum — eldri dóttirin hefur sungið í kórnum árum saman. Nú er hún að læra í Árósum, en er enn í kirkjukórnum, þegar hún er heima. Henni þótti leitt að fá ekki Biblíu sjálf.

Þess vegna fékk hún eina — safnaðarráðið átti aukaeintak.