Þessi mynd var tekin fyrir Gídeonfélagið fyrir um það bil þrjátíu árum síðan. Þarna sitja þrjár kynslóðir saman og lesa Biblíuna. Árný Jóhanns sendi félaginu þessa skemmtilegu mynd. Hún segir:

,,Ég veit um fjölskyldur sem safnast saman að morgni dags og lesa nokkur vers úr Biblíunni, ræða saman um textann og biðja síðan saman. Þetta er dásamlegt skref út í daginn fyrir okkur, hvert og eitt. Það er dýrmætt að geta minnst stundarinnar yfir daginn og þess sem lesið var, finna að við höfum orð Guðs í hjarta okkar og við væntum blessunar, hjálpar, leiðsagnar og bænasvara frá Honum“

Þau sem eru á myndinni, talið frá vinstri:

 

Margrét Jakobsdóttir

Jóhann F. Guðmundsson

Árný jóhanns

Ívar halldórsson

Bonita hannesson

Hákon möller

Styrmir sigurðsson

 

Að lokum segir Árný:

„Að hafa fjársjóð Biblíunnar með inn í daginn er besta veganestið sem sem við getum útbúið fyrir okkur sjálf og börnin okkar. Það mun gefa öruggan ávöxt og góða uppskeru“.