Hið norska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli sínu í ár.
Þegar Hið norska biblíufélag var stofnað í Dómkirkjunni í Osló þann 26. maí árið 1816 var takmarkið „að útbreiða Heilaga Ritningu“. Sænski embættiskrónprinsinn afhenti félaginu „morgungjöf“ upp á 6.000 ríkisdali og þannig gat norskt biblíufélag orðið að veruleika. Biblían hafði geysilega þýðingu fyrir norskt samfélag og embættiskrónprinsinn skildi mikilvægi Biblíunnar á þjóðtungunni fyrir þjóðarsálina. Biblíutalning í vesturhluta landsins sýndi að það var enginn hægðarleikur að eignast Biblíur.
Dag Kullerud, rithöfundur hefur gefið út bók sem nefnist „Bókin sem myndaði menningu okkar — þýðing Biblíunnar fyrir menningu og samfélag í Noregi undanfarin 200 ár“. Bókin fjallar um það hvernig Biblían hefur verið lesin og notuð, hvaða áhrif hún hefur haft á þróun velferðarríkisins, skóla, stjórnmál og félagslíf. Bókin sem myndaði menningu okkar bendir á að Biblían er bókin um okkur. Kullerud gefur út bókina hjá Verbum, og hulunni verður svipt af henni á stóru afmælishátíð félagsins sem haldin verður  í Osló 26. – 29. maí.

Markmið Biblíufélagsins er enn sem fyrr að útbreiða Heilaga ritningu! Þýðing þess hefur hins vegar tekið gríðarlegum breytingum á 200 árum. Árið 1816 var mikill skortur á Biblíum. Nú hafa allir sem eiga snjallsíma ókeypis Biblíu í vasanum hvenær sem er. Að útbreiða Biblíuna árið 2016 felst í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr í því að hjálpa fólki að nota Biblíuna. Þess vegna munum við nota afmælishátíðina til þess að ljúka upp Biblíunni fyrir öllum. Það gerum við með því að stofna til „biblíuhátíðar 2016“ dagana 26. – 29. maí í Osló.Þar verður fjölbreytt dagskrá.
Það verður biblíumaraþon í Dómkirkjugarðinum. Í Dómkirkjunni í Osló verða lofgjörðarkvöld, tónleikar, sögustundir úr Biblíunni, listsýningar, samtöl um Biblíuna og fjölmenningarhátíðarsamkoma ásamt hátíðarguðsþjónustu. Dómkirkjan og svæðið í kring verða vettvangur hátíðarinnar. Það verða geysivinsæl, guðfræðileg erindi um Biblíuna, meðal annars „Biblían á 200 mínútum“.
Tónlistarkonan Hanne Krogh mun annast listsýninguna „Biblían“. Hún fær til liðs við sig fjölda listafólks, Ole Paus, Oslo Soul Children, Helene Bøksle, Tomas Ruud og Marianne Antonsen.  Í samstarfi við Stand Up Norge verður sýningin „Biblían og Babel“ á Latter á Aker bryggju dagana 27. og 28. maí. Þar verðaTorolf Nordbø, Olav Svarstad Haugland, Rune Andersen, Cecilie Steinmann Neess og Jon Niklas Rønning!
KFUM og KFUK standa ásamt rafhljómsveitinni Jesus Loves Electro fyrir hátíð ætlaðri táningum undir yfirskriftinni „Jesus Loves Electro — AND U“ (Jesús elskar raftónlist — og þig). Hugsmiðjan Sköpunarkraftur skipuleggur umræðufund í Bókmenntahúsinu undir yfirskriftinni „Er rými fyrir Biblíuna í opinberri umræðu í Noregi?“ Þarna verða einnig námskeið í biblíulestri, fjársöfnun, fundur um alþjóðlegt biblíustarf og ekki má gleyma afmælisveislunni fyrir hádegi á laugardeginum á Járnbrautartorginu með fjölda barnakóra.
Dagskráin er afar fjölbreytt og markmiðið er að auðkenna Osló með Biblíum á margvíslegan hátt.
En það verður ekki eingöngu hátíð í Osló! Í september verður boðið upp á hátíðarsýninguna víðsvegar um landið „Biblían“, leikþáttinn „Biblían og Babel“ og umræðufundinn „Er rými fyrir Biblíuna í opinberri umræðu í Noregi?“    Biblían verður einnig áberandi á Ólafshátíðinni í Þrándheimi í júlí.
Biblíufélagið á Íslandi óskar vinum sínum í Noregi til hamingju með afmælisárið!