Um höfundinn:
Sigurður Ægisson er guðfræðingur og þjóðfræðingur að mennt.
Í bók sinni Íslenska Biblían- ágrip rúmlega fjögurra alda sögu-
rekur hann sögu íslenskra biblíuþýðinga. Árið 1584 birtist Heilög ritning í fyrsta skipti öll í íslenskri þýðingu og urðu landsmenn þar með hinir 20. í röðinni til að eignast hana á móðurmáli sínu. Árið 1644 kom sú næsta og síðan bættust fleiri við. Biblíuþýðingar eru taldar hafa ráðið miklu um varðveislu íslenskra tungu fyrr á öldum.
Aðrar bækur hans eru Ísfygla: íslenskir fuglar (1996), Íslenskir hvalir (1997) Íslenskar kynjaskepnur (2008), Hvalir (2010) og Icelandic trade with gyrfalcons: from medieval times til the modern era (2015).

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sem jafnframt er forseti Hins íslenska biblíufélags skrifar í formála bókarinnar:
,,Útgáfusaga Biblíunnar er fróðleg og er fengur að geta kynnt sér hana í einni bók“
Dr. Gunnlaugur A. Jónsson skrifar í ritdómi um bókina: „Hér birtist látlaust en læsilegt „ágrip rúmlega fjögurra alda sögu“ í smekklegum búningi. Það er gleðiefni að slíkt rit skulu birtast á 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og full ástæða til að þakka höfundi framtakið og óska honum til hamingju“

Bókin var gefin út í tilefni af 200 ára afmæli Biblíufélagsins.
Fólk er hvatt til að kynna sér bókina, sögu íslenskrar biblíuþýðinga.