Fyrir mörgum árum heyrði ég dæmisögu sem ég segi stundum börnum. Sagan fjallar um stóran peningaskáp fullan af gimsteinum, gulli og peningum, sem til stóð að flytja með lest yfir sléttuna miklu í villta vestrinu. Þegar lestin var komin vel áleiðis stöðvaði ræningjaflokkur lestina, en flokkurinn hafði frétt af hinum verðmæta farmi. Ræningjarnir reyndu hvað þeir gátu við að opna skápinn, en það skipti engu máli hvað þeir hömuðust á hurðinni, aldrei opnuðust dyrnar.