Í gær var haldin afmælishátíð Hins íslenska biblíufélags í Hallgrímskirkju og margt fólk fagnaði saman 200 ára afmæli félagsins. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum. Öllum sem þangað komu er þakkað fyrir komuna.
Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, ávarpaði gesti á hátíðinni og hann sagði meðal annars:

„Það gleym­ist oft í orðræðu okk­ar tíma, þegar kraf­ist er að kristn­um textum sé ýtt til hliðar í skól­um lands­ins og við upp­eldi æsk­unn­ar, að menn­ing og veg­ferð Íslend­inga frá land­námstíð til þess­ar­ar nýju ald­ar, rösk þúsund ár í sögu þjóðar, verða ekki skil­in til hlít­ar án þekk­ing­ar á kristn­um fræðum; frá­sagn­ir Biblí­unn­ar, sess og þróun kirkj­unn­ar, störf presta í byggðum lands­ins séu öll­um kunn og að verðleik­um met­in; að viður­kennt sé af heil­um huga að hin helga bók og trú­ar­skáld­skap­ur Íslend­inga sjálfra eru burðarstoðir í sjálfs­vit­und þjóðar­inn­ar, í sam­felldri sögu okk­ar og í ný­sköp­un bók­mennta, lista og sam­fé­lags á okk­ar tím­um.“

Þá þakkaði hann öll­um þeim sem standa að Biblíu­fé­lag­inu fyr­ir sín störf í þágu fé­lags­ins.