Sr. Þórhallur Heimisson birtir reglulega pistla á Pressunni og næstu daga ætlar hann að birta topp tíu lista yfir þau ritningarvers sem eru honum mikils virði. Þórhallur starfar sem kirkjuhirðir hjà sænsku kirkjunni í Falun. Hann var um àrabil prestur og sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju en hefur auk þess annast hjónaráðgjöf, gefið út bækur um trúmál, hjónaband og sambúð og sagnfræði, ritað pistla, gert útvarpsþætti, kennt í KHÍ og HÍ og verið leiðsögumaður í Rómarferðum. Hann skrifar meðal annars:

Stundum er eins og tilveran sé ein rjúkandi rúst. Óöryggi og vonleysi sækir að. Þá getum við sótt okkur styrk í þann texta Biblíunnar sem ótaldar kynslóðir hafa elskað og dáð og leitað til í sorg og myrkri.

23. Davíðssálmur
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.

Sjá nánar á http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Thorhall_Heimisson/thegar-vid-erum-radvillt-i-lifinu-og-allir-vegir-virdast-ofaerir