Sumarnámskeið
Öll prófastdæmi Danmerkur bjóða nú upp á sumarnámskeið fyrir börn, einskonar „ör-fermingarfræðslu“. Um er að ræða námskeið fyrir börn í þriðja og fjórða bekk, þar sem þau læra um Guð, Biblíuna, kirkjuna og stóru spurningarnar um lífið.
Þetta segir Gitte Ishøy, en hún er sóknarprestur við Thisted kirkju. Hún byrjaði með þessi námskeið árið 1987 og lýsir mikilli ánægju með þau:

„Börnin elska að heyra sögur úr Biblíunni og þau eru áhugasöm um að vera í kirkjunni og syngja sálma“.

Gitte tekur líka eftir því, að börnin eru upptekin af því að tala um alvarleg málefni. “Þegar börnin koma í kirkjuna uppgötva þau fljótt tákn sem verða hvetjandi til samtala um aðskilnað og dauða. Einu sinni var hér telpa hjá mér sem nýlega hafði misst pabba sinn. Þegar hún kom inn í kirkjuna sagði hún: „Hér stóð kista pabba míns þegar hann var jarðaður“. Það var greinilegt að hana langaði til að segja frá sinni upplifun og kirkjan veitir það rúm“ segir Gitte Ishøy.

Kristindómur með líkamanum

Gitte Ishøy notar eins og margir aðrir prestar útgefið fræðsluefni hins danska Biblíufélags. Eitt þeirra er „Min Mini Katekismus“ sem leggur áherslu á að kynnast boðskap Biblíunnar með áþreifanlegum hætti og nota til þess skynfærin. Börnin fá að  smakka, lykta, heyra og móta og þannig verður viðfangsefnið áþreifanlegra og skiljanlegra fyrir þeim. Hver stund endar með samveru í kirkjunni.

„Börn vilja tala um allt milli himins og jarðar. Þau hafa þörf fyrir að tala og eftir að námskeiðinu lýkur koma sum þeirra aftur og aftur til að eiga við mig samtal“.