Í tilefni af 200 ára afmæli Biblíufélagsins hefur Amtsbókasafnið á Akureyri sett upp sýningu á biblíum.
Laugardaginn 16. maí verður boðið upp á dagskrá á safninu þar sem leiðsögn verður um sýninguna í boði safnsins. Einnig verður boðið upp á barnastund fyrir börnin. Það eru félagarnir Pétur Ragnhildarson og Hreinn Pálsson sem hafa umsjón með barnastundinni en þeir eru æskulýðsfulltrúar Fella- og Hólakirkju og hafa margra ára reynslu af barna og æskulýðsstarfi. Þeir hafa meðal annars starfað mörg sumur í sumarbúðum KFUM/K á Hólavatni.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri HÍB, kynnir sögu og starf félagsins.
Að lokum verða tónleikar á Amtsbókasafninu.  Íris Andrésdóttir, 19 ára, nemandi í tónlistarskóla Kópavogs og í FÍH mun syngja lög með tilvísun í texta biblíunnar. Um er að ræða samstarfsverkefni Hins íslenska biblíufélags og Amtsbókasafnins á Akureyri.
Biblíufélagið hvetur fólk til að mæta.
Sjá http://www.akureyri.is/amtsbokasafn/