LífsGæði eru samtök sem hjálpa fólki að finna og tileinka sér á öllum sviðum lífsins það jafnvægi sem fæst þegar einstaklingur lifir í sátt við Guð, sjálfan sig og aðra. Samtökin veita upplýsingar, aðstoð og stuðning í þessum tilgangi. Þau voru stofnuð á Íslandi árið 1995 af Gregory Aikins framkvæmdastjóra ásamt þeim Kristjáni Gissurarsyni og Ragnari Gunnarssyni. LífsGæði færðu út kvíarnar árið 2001 og hófu starfsemi í Bandaríkjunum og víða um Evrópu undir heitinu LifeQuality International.
Eitt af þeim verkefnum sem samtökin sinna er Pílagrímafélagið. Það er félag sem hjálpar fólki til að lifa ríku bænalífi og eiga trúarlegt samfélag við aðra. Unnið er í tveggja til þriggja hópum sem hittast reglulega og iðka saman þrjár heilagar venjur:
1.      Biblíulestur- fólk les Biblíuna
2.      Heiðarlegt samtal- fólk á samtal um Biblíuna
3.      Fyrirbæn- bænasamfélag

Föstudaginn 8. maí verður vorfundur pílagríma kl. 16-17 í gamla salnum í Laugarneskirkju  ( gengið inn bakatil við kórgaflinn ). Þangað eru allir velkomnir sem vilja kynna sér eða taka þátt í pílagrímaverkefninu.

Biblíufélagið hvetur fólk til að kynna sér heimasíðu samtakanna  http://http://lifsgaedi.lifequalitynetwork.org/