Á afmælisári Biblíufélagsins munu kirkjur landsins bjóða upp á skemmtileg og fræðandi dagskrá.
Bústaðakirkja mun meðal annars bjóða upp á áhugaverða bíó- og Biblíuviku í næstu viku. Þar starfar nú sr. Árni Svanur Daníelsson sem er mikill áhugamaður um trúarstef í kvikmyndum og hefur haldið fjölda fyrirlestra um það efni. Í bíó- og Biblíuvikunni verður  lifandi og skemmtilegt fræðsluerindi, þrjár kvikmyndasýningar og bíómessa. Myndirnar eru fjölbreyttar og við hæfi allrar fjölskyldunnar. Hver kvikmynd er kynnt stuttlega og að sýningu lokinni eru umræður.

Dagskráin er svohljóðandi:

4. febrúar kl. 20
Hverju svarar Biblían? Fræðsluerindi um Biblíuna í nútímanum og sýn þjóðkirkjunnar á hana.

6. febrúar kl. 19
Jesús frá Montreal. Kvikmyndasýning og umræður

7. febrúar kl. 10
Barnamyndin Járnrisinn. Kvikmyndasýning og umræður

7. febrúar kl. 14
Gestaboð Babettu.Kvikmyndasýning og umræður

8. febrúar kl. 11
Barnamessa með bíóóvafi

8. febrúar kl. 14
Bíómessa: Guð á hvíta tjaldinu

Dagskráin er í tilefni þess að Biblíudagurinn er haldinn hátíðlegur 8. febrúar og í ár er þess minnst að Hið íslenska Biblíufélag er 200 ára.

Seltjarnarnessókn stendur fyrir fræðslumorgnum í tilefni af afmælisári Biblíufélagsins.  Fyrsta fræðsluerindið verður næsta sunnudag, 1. febrúar kl. 10.
Þá mun Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarmaður fjalla um efnið:
Áhrif Biblíunnar í verkum mínum.

Biblíufélagið hvetur félagsfólks sitt að taka þátt í þessum skemmtilegu viðburðum sem haldnir eru í tilefni 200 ára afmælisárs félagsins.
Verið innilega velkomin!