Í fyrra settu Maria Birkedal og Marianne Thormodsæter viðburð á Facebook sem þær kölluðu „Biblíugleði í mars“. Hugsunin var sú að fá nokkra vini til að lesa Biblíuna í 30 daga fram að páskum.
Hópurinn skuldbatt sig til að lesa Biblíuna 30 mínútur á hverjum degi í 30 daga. Marienne setti fram biblíulestrarskrá sem hægt var að fylgja. Fyrr en varði voru komnir 100 einstaklingar sem vildu vera með í verkefninu. Það sem hófst sem lítið verkefni fyrir vinahóp varð að hvatningu fyrir miklu fleiri.
Í ár ætla þær að endurtaka leikinn og þá í samstarfi við Biblíufélagið í Noregi, Kristniboðssambandið, Stúdentahreyfinguna og fleiri.
Biblíufélagið á Íslandi hvetur sitt félagsfólk að lesa Biblíuna á einu ári með því að fylgja nýju Biblíulestrarskránni og einnig að taka þátt í þessu verkefni Norðmanna í mars. Það geta allir verið með!
Lesum Biblíuna saman!