Verbum, úgáfufyrirtækið fór í samstarf við Biblíufélags-útgáfuna í Osló um áramótin 2010-2011.  Verbum gefur út bækur sem stuðla að þekkingu á Biblíunni, bækur til persónulegrar uppbyggingar fyrir sáluhjálp og trúarlíf. Verbum-forlag gefur út bækur fyrir börn og unglinga, bækur um málefni kirkju og menningar, bækur til íhugunar og umræðu. Í bókaútgáfunni starfa nú níu starfsmenn og aðsetur þeirra eru í húsi Biblíufélagsins í Osló. Anne Vetiberg er útgáfustjóri/ framkvæmdastjóri Verbum folagsins.
Nýjasta bók Verbum forlagsins er bók eftir Hans Johan Sagrusten sem heitir „Stóra pússluspilið“ og fjallar um handritin sem liggja til grundvallar í Biblíunni. Einnig er nýkomin út bók sem heitir „Barnið sem breytti heiminum“ eftir Berit Karlsaune. Bókin er sett upp eins og dagatal fyrir jólin með ritningarversi og hugleiðingu fyrir hvern dag í desembermánuði, alveg fram til jóla. Nýlega kom út ljóðabók með 87 ljóðum sem ljóðskáld í Noregi sömdu sérstaklega fyrir Verbum. Ljóðin eru samin út frá ákveðnum ritningarversum í Biblíunni.
Hægt er að panta bækur á netinu á eftirfarandi slóð:http://www.bibel.no/Verbum/Nye__boker