Tökum höndum saman að útbreiða Biblíuna!


 

Hið íslenska biblíufélag verður 200 ára á næsta ári. Stefnt er að því að gera næsta ár að „Ári Biblíunnar“ á sem flestum sviðum.


 

Nú er hafið átak sem miðar að því að sem flest fermingarbörn fái gefins Biblíu, í upphafi fermingarfræðslunnar eða í fermingargjöf að vori. 


 

Þessi háttur hefur verið hafður á í nokkrum þjóðkirkjusöfnuðum, t.d. á Seltjarnarnesi, í Áskirkju og víðar. Nú er stefnt að því að sami háttur verði hafður á í enn fleiri söfnuðum og hafa nú þegar fleiri bæst í hópinn.


Haft hefur verið samráð við útgefanda Biblíunnar, JPV, um að veita afslátt af Biblíum vegna slíkra magnkaupa. Biblían í kiljuútgáfu hentar ákaflega vel sem fermingargjöf, hún er létt, meðfærileg og þykir „unglingavæn“.  


Söfnuðirnir sem hafa gefið fermingarbiblíur hafa leitað til velunnara, fjársterkra aðila um að fjármagna Biblíukaupin og almennt hefur fólk tekið jákvætt í að vera með í slíku verkefni. Tökum þátt í að útbreiða Biblíuna til unglinga á Íslandi!