Danski rapparinn Per Vers tók nýlega við móðurmáls-verðlaunum 2014 í Danmörku. Hann hefur nú sett saman rapp-lag sem heitir ,,Horfðu á mig“ og sækir innblástur í Biblíusöguna um Kain og Abel. Þessi Biblíusaga um bróðurmorð og afbrýðissemi fær nýja nálgun í texta Pers en hann segir sjálfur að það hafi verið skemmtileg áskorun að takast á við þetta verkefni.

,, Ég valdi þessa nálgun þar sem ég á tvo syni sjálfur.  Kristin trú hefur mótað menningu okkar gríðarlega mikið og það er okkar sameiginlegi farangur sem við eigum sem þjóð, jafnvel þó að það sé ekki í tísku að trúa á æðri mátt. Biblían er eins og fjársjóðskista sem við megum öll sækja í “.

Per Vers er rappari og rithöfundur. Hann fæddist árið 1976 í Danmörku. Hann varð frægur þegar hann vann Mc´s Fight Night- rappkeppni árið 2000 og 2001 og hefur síðan þá verið vinsæll hjá almenningi og gefið út 3 geisladiska og komið fram á ótal tónleikum. Í ár hlaut hann móðurmálsverðlaun í Danmörku. Sagan um Kain og Abel fjallar um afbrýðissemi og morð. Kain öfundaði Abel og sú afbrýðissemi óx og varð að hatri. Það hatur leiddi til þess að hann myrti bróður sinn. Jesús þekkti þessa sögu og segir aðra sögu um miskunnsama Samverjann sem hjálpaði náunga sínum eftir að hann hafði orðið fyrir árás ræningja. Sagan er um miskunn og kærleika og er sögð til að þroska okkur á lífsvegi okkar og kennir að þrátt fyrir að öfund og ofbeldi  sé til í heiminum þá er einnig til elska og kærleikur og kærleiksverkin eigum við að tileinka okkur  

Per Vers samdi rapplagið um bræðurna Kain og Abel fyrir danska biblíufélagið í tilefni af 200 ára afmæli þeirra í ár. Nú er hægt að fara inn á heimasíðu danska biblíufélagsins og hlusta á brot úr lagi Pers Horfðu á mig.

bibelselskabet.dk