Hjálp handa fórnarlömbum ebólu-faraldursins

Biblíufélagið í Líberíu hefur sent út brýnt neyðarkall til stuðnings því fólki sem smitast hefur af ebólu-veirunni. Þar á meðal  er um að ræða rösklega 1.400 karla, konur og börn sem látist hafa af völdum sjúkdómsins í Vestur-Afríkuríkinu. Biblíufélagið vill umfram allt útvega viðkomandi sjúklingum biblíurit, auk matvæla, hreinlætisvara, dýna og annarra nauðsynja, sem gætu auðveldað aðstæður þeirra.

 

„Að flytja huggun og von er lífsnauðsynlegt!“

 

„Fólkið er í gríðarlegu áfalli og er hrætt. Það er lífsnauðsynlegt að við flytjum sjúklingum, aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólkinu huggun og von,“ skrifa starfsmenn Biblíufélagsins. Útbreiðsla ebólu-faraldursins hefur varðað öll svið lífsins. Í mörgum söfnuðum hefur kristið fólk af báðum kynjum komið saman til þess að biðja fyrir sjúku fólki og aðstandendum þess. Nú er það sérstaklega mikilvægt að styðja við kirkjurnar í sálgæslu. Biblían leikur þar miðlægt hlutverk, þegar um er að ræða að mæta örvæntingu landsmanna. „Á þessari stundu er mikið spurt eftir Biblíunni,“ segir talsmaður Biblíufélagsins.

 

„Fólkið í Líberíu þarfnast hvors tveggja, sálgæslulegrar og efnislegrar hjálpar,“ segir í neyðarkallinu. Heimsbiblíuhjálp þýska biblíufélagsins styður þetta starf og kallar af þeim sökum eftir fjárframlögum handa þeim sem sýkst hafa af ebólu-veirunni og hjálparstarfsmönnum í Líberíu.

Biðjum fyrir þeirra starfi.