Nú stendur yfir sýning á fornum biblíum hér á Amtsbókasafninu. Þar er farið djúpt í innstu geymslur bókasafnsins og teknar fram nokkrar gersemar sem aldrei hafa komið fyrir augu almennings áður.

Bók bókanna, Biblían, hefur verið eitt mest útgefna og eitt best varðveitta ritið í gegnum tíðina. Hér má sjá prentgripi frá því um 1500 og fram til 1900 – Fallegar bækur og merkilega vel varðveittar, margar hverjar. Innan um bækurnar eru nokkrir kirkjumunir, sumir úr einkaeigu en aðrir fengnir að láni frá Minjasafninu á Akureyri.

Sýningin er opin á afgreiðslutíma safnsins, kl. 10:00 – 19:00 virka daga og laugardaga kl. 11:00 – 16:00.

Verið innilega velkomin!