Ný skrifstofa Hins íslenska biblíufélags var formlega opnuð og blessuð föstudaginn 28.mars 2014. Þar kom saman stjórn Biblíufélagsins og starfsfólk Biskupsstofu og átti saman fallega stund. Framkvæmdastjóri Biblíufélagsins bauð fólk velkomið, séra Valgeir Ástráðsson, ritari stjórnar Biblíufélagsins las ljóð sem samið er í tilefni af 200 ára afmæli félagsins á næsta ári. Frú Agnes M. Sigurðardóttir blessaði nýja skrifstofu félagsins og ungar stúlkur, Íris og Marta spiluðu dúetta á þverflautur. Þetta var falleg og helg stund.

Tónn Biblíunnar

Tónn flögrar um

staðnar við hjarta

opinn, frjáls, hreinn

lýk upp, tek við.

 

Tónn flögrar um,

inn í fylgsni sálar,

skýtur rótum,

tekur til sín næringu,

vex.

 

Tónn flögrar um,

sameinast hörpum og gígjum,

hljómfagur, sannur,

jörðin vaknar,

syngur lof.

 

Tónn flögrar um,

titrandi, þrunginn,

meitlast í huga,

hann er.

R. 2014