Það styttist í næsta Biblíudag. Hann verður 7. febrúar 2010. Af því tilefni verða guðsþjónustur landsins sérstaklega helgaðir mikilvægi Biblíunnar fyrir kristna kirkju. Guðsþjónustinni í Seltjarnarneskirkju verður útvarpað og mun sr. Sigurður Pálsson, stjórnarmaður í Biblíufélaginu predika og sr. Sigurður Grétar Helgason sóknarprestur þjóna fyrir altari. 

Að þessu sinni verður ársfundur félagsins haldinn sama dag, eins og tíðkaðist fyrir nokkrum árum. Hann verður í beinu framhaldi af guðsþjónustunni í Seltjarnarneskirkju og verður í safnaðarheimili kirkjunnar. Það verður þó boðið upp á næringu á milli. Félagar í Biblíufélaginu er hvattir til að koma, hvort sem er í guðsþjónustuna eða á ársfundinn.