17.11.2015
"Þá fór ég að lesa meira og drakk í mig orð Guðs sem hefur reynst mér notadrjúgt og heilnæmt fram á þennan dag." 08: Í rúm fimmtíu ár hef ég notið þess að hafa Guðsorð mér við hönd. Ég man þegar ég eignaðist fyrst Nýja testamenti en það var þegar Gídeonmenn komu í Austurbæjarskólann og gáfu öllum 12 ára börnum þessa góðu bók.

11.11.2015
Á hverjum degi Á hverjum degi þörfnumst við fæðu. Við erum alin upp við mikilvægi þess að fá staðgóðan morgunmat. Hafragrautur er fyrsta val margra. Svo fylgja fleiri máltíðir og vonandi hlaðnar næringarefnum ef aðstæður eru hagstæðar eins og hjá flestum okkar sem búum á Íslandi.

11.11.2015
Hið íslenska Biblíufélag á 200 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni hafa ýmsir ágætir viðburðir verið haldnir, svo sem hátíðadagskrá í Hallgrímskirkju í sumar. Einnig kom út veglegt afmælisblað félagsins; B+ og þar var vel vandað til verka.

11.11.2015
Netfréttir – september og október

06.10.2015
Sjóður, skápur, afmæli Fyrir mörgum árum heyrði ég dæmisögu sem ég segi stundum börnum. Sagan fjallar um stóran peningaskáp fullan af gimsteinum, gulli og peningum, sem til stóð að flytja með lest yfir sléttuna miklu í villta vestrinu. Þegar lestin var komin vel áleiðis stöðvaði ræningjaflokkur lestina, en flokkurinn hafði frétt af hinum verðmæta farmi. Ræningjarnir reyndu hvað þeir gátu við að opna skápinn, en það skipti engu máli hvað þeir hömuðust á hurðinni, aldrei opnuðust dyrnar.

06.10.2015
Áhrif og gildi Biblíunnar Biblían er um margt merkileg bók. Hún hefur verið þýdd á fleiri tungumál en nokkur önnur bók og gefin út í stærri upplögum en aðrar bækur. Þá er hún einhver mest lesna og rannsakaða bók veraldar. Hún hefur haft ómæld áhrif, bæði trúarleg og menningarleg. Í tilefni af 200 ára afmæli Biblíufélagsins á þessu ári er gott tilefni til að staldra við og velta fyrir sér áhrifum og gildi Biblíunnar.

23.09.2015
Netfréttir -ágúst Í hverjum mánuði birtast greinar í dagblöðum sem minna á afmælisár Biblíufélagsins og á mikilvægi Biblíunnar. Hægt er að lesa greinarnar á heimasíðu biblíufélagsins. Á kristilegu útvarpssstöðinni Lindin voru fluttir þættir í tilefni afmælisársins.

04.08.2015
Biblían – fjölbreyttar leiðir til lesturs og íhugunar Biblían, helgirit kristinna manna, er mikil bók sem margir nýta sér í daglegu lífi. Hún er safn trúarrita sem sum eru meira en 2000 ára gömul en önnur nokkuð yngri. Orð Guðs í Biblíunni færir okkur kærleiksboðskap Jesú Krists, leiðbeinandi siðfræði og veitir styrk, huggun og leiðsögn á lífsins vegi. Það er því dýrmætt að geta lesið í Biblíunni sér til uppbyggingar og góðs.

15.07.2015
Orðið mun lifa um ókomin ár!

14.07.2015
Netfréttir Í byrjun júní voru birtar tvær blaðagreinar í tilefni afmælisárins, í Morgunblaðinu var birt blaða grein eftir dr. Gunnlaug A. Jónsson og í Fréttablaðinu var birt grein eftir Svönu Helen Björnsdóttur. Afmælisrit frá 1965 Á 150 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags, 1965, var gefið út afmælisrit. Ólafur Ólafsson var ritstjóri ritsins, safnaði efni til birtingar en skrifaði einnig mikið sjálfur. Forseti félagsins á þessum tíma var herra Sigurbjörn Einarsson, biskup, og kom hann einnig að verkinu ásamt sr. Óskari J. Þorlákssyni, sem þá var féhirðir félagsins.

06.07.2015
Elsta félag á Íslandi 200 ára Þann 10. júlí 2015 eru liðin 200 ár síðan komið var saman að Aðalstræti 10 í Reykjavík eftir fund prestastefnu í Dómkirkjunni. Ákveðið var þar að stofna félag og því kosin stjórn. Skyldi félagið setja sér markmið og skyldur til útgáfu Biblíunnar á íslensku, gera lestur hennar og aðgengi fær öllum Íslendingum. Félagið hlaut nafnið Hið íslenska biblíufélag. Eftir óslitið farsælt starf í 200 ár er biblíufélagið elsta félag á Íslandi. Sannarlega er vert að þeirra tímamóta sé gaumur gefinn og þeirra minnst. Biblíufélagið er sameiginlegur vettvangur allra kristnu safnaða landsins.

06.07.2015
,,Ekki trúir hann því sem stendur í Biblíunni?“ Fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna eða rúmum aldarfjórðungi fór vinur minn að læra guðfræði. Ég man ennþá þegar ég hugsaði: „Hvað er að honum? Ekki trúir hann því sem stendur í Biblíunni?“ Athyglisverð staðhæfing í ljósi þess að sjálf hafði ég aldrei lesið hana. Ég hafði vissulega lesið eitt og eitt vers og lært biblíusögur í skóla en Biblíuna sjálfa hafði ég aldrei lesið.

08.06.2015
Af biblíulegum rótum Félags- málastofnunar Reykjavíkur Kristin trú hefur mótað íslenska menningu og sögu í meira en þúsund ár. Þar hefur Biblían verið mikill áhrifavaldur. Nú um stundir eru hins vegar margir sem vilja sem minnst af þessum áhrifum vita og tala um trúna alfarið sem einkamál og Biblían eigi ekki erindi í hið opinbera rými, a.m.k. ekki í skólana. Það er skaði því þannig fara nemendur hins íslenska skólakerfis á mis við mikilvæga menntun um afar víðtækan áhrifaþátt í sögu þjóðar okkar og menningar.

04.06.2015
Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar Úr vöndu er að ráða, nú þegar verkföll eru tekin að ógna lífi og heilsu fólks hér á landi. Samfélag okkar logar af reiði. Hún birtist daglega í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum alnetsins fær fólk að því er virðist stjórnlitla útrás fyrir gremju sína. Mótmælin eru af ýmsum toga. Alhæft er um margt og taugaspennan oft svo mikil að ekki er unnt að rökræða einstök mál af skynsemi. Virðing fyrir mönnum og málefnum víkur fyrir offorsi og flumbrugangi. Flest er dregið niður í svaðið.

04.06.2015
Biblían er spennandi bók Það er alltaf spennandi tilfinning að byrja á nýrri bók. Tilfinningin jafnast á við að nýr heimur sé að opnast með áður óþekktu fólki og umhverfi sem við höfum aldrei séð fyrr. Við byrjum á byrjuninni og smám saman kynnumst við lífi persónanna þar til síðasta blaðsíðan er lesin. Þannig er ferill bóklesturs okkar í langflestum tilfellum. Þannig er því þó ekki varið um sjálfa bók bókanna, Biblíuna, en í ár er elsta félag landsins Hið íslenska Biblíufélag 200 ára gamalt.

19.05.2015
Netfréttir Í byrjun apríl heimsótti framkvæmdastjóri Biblíufélagsins leikskóla KFUM og K, Vinagarð, við Holtaveg, til að þakka þeim börnum sem teiknuðu myndir við hátíðarvers sem valin voru í tilefni af 200 ára afmæli félagsins. Öll börnin fengu afhenta sína mynd á A3 plakati og sápukúlur sem þakklætisvott frá félaginu.

18.05.2015
Konur sem yrkja í Biblíunni Biblían segir frá alls konar fólki í alls konar aðstæðum, bæði hversdagslegum og ítrustu aðstæðum lífsins. Ég heillast sérstaklega af frásögnum af konum í Biblíunni og finnst ég nánast hafa eignast vinkonur í þeim, svo mjög hef ég velt þeim fyrir mér og reynt að setja mig í þeirra spor. Nokkrar þeirra eiga það sameiginlegt að vera eignaður kveðskapur í Gamla testamentinu.

12.04.2015
Trúarrit og grundvallarrit um gildismat og siðfræði Bíblían er ekki einungis trúarrit, Biblían er líka grundvallarrit um gildismat og siðfræði. Textar Bíblíunnar, ekki síst frásögur Nýja testamentisins, hafa mótað gildismat okkar í þúsund ár. Dæmisögur Jesú eru í senn einföld frásögn og djúp viska um kærleika og virðingu. Sagan af miskunnsama Samverjanum grípur hvern sem er og sannfærir okkur um hvað felst í því að eiga náunga og það sé gott að hjálpa náunganum jafnvel þó við þekkjum hann ekki og hann tilheyri ekki sama hópi og við.

12.04.2015
Leiðinlegasta bók sem ég hef aldrei lesið Ert’að lesa Biblíuna?! Veist’ekki hvað Biblían er leiðinleg?!” spurði menntskælingurinn jafnaldra sinn sem sat með opna Biblíu á bókasafni skólans og las.

25.03.2015
Netfréttir Í hverjum mánuði birtast greinar í dagblöðum sem minna á afmælisár Biblíufélagsins og á mikilvægi Biblíunnar. Hægt er að lesa greinarnar á heimasíðu biblíufélagsins. Á kristilegu útvarpssstöðinni Lindin voru fluttir þættir í tilefni afmælisársins, Dögg Harðardóttir varaforseti félagsins og eiginmaður hennar Fjalar Freyr Einarsson sáu um þátt á Lindinni og fengu gesti í heimsókn meðal annars framkvæmdastjóra Biblíufélagsins. Einar Aron Fjalarsson, Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson höfðu einnig umsjón með umræðuþætti um Biblíuna.

16.03.2015
Nachos og biblíutextinn. -200 ára afmæli Hins íslenska Biblíufélags. Nú er fermingarfræðslan senn á enda hér í Langholtskirkju. Enn eitt sinnið sitjum við fræðararnir eftir reynslunni ríkari og hugleiðum hvernig hafi til tekist. Hafa krakkarnir fengið tækifæri til að takast á við þemu fræðslunnar út frá sínum eigin forsendum ? Hafa þau velt fyrir sér eigin nálgun á texta Biblíunnar ?

05.03.2015
Hið íslenska biblíufélag, 200 ára Örsmá er býflugan meðal fleygra vera en afurð hennar er sætari öllu lostæti. Hreyk þér ekki upp þótt þú berir glæst klæði og ofmetnast ekki þótt þú njótir sæmdar. Því að Drottinn gerir dásemdarverk og það sem hann aðhefst er mönnum hulið. Margur harðstjórinn hefur úr hásæti fallið og sá hlaut kórónu sem síst varði. Margur valdhafinn þoldi mestu smán og rómaðir menn lentu á valdi annarra“ (Síraksbók 11:3-6)

26.02.2015
Auglit Hugleíðingar í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags, 2015. Auglit Heyr, Drottinn, ég hrópa hátt, ver mér náðugur og bænheyr mig. Ég minnist þess að þú sagðir: „Leitið auglitis míns.“ Ég vil leita auglitis þíns, Drottinn. Hyl eigi auglit þitt fyrir mér.... (Sálm 27. 7-9)

26.02.2015
Bók bókanna B I B L Í A er bókin bókanna. Á orði Drottins er allt mitt traust. B I B L Í A. Biblía. Þessi litli söngur hefur verið sunginn í kristilegu barnastarfi um áratuga skeið. Í einfaldleika sínum undirstrikar hann mikilvægi Biblíunnar sem trúarrit kristni en fyrsta heildarþýðing á ritum Biblíunnar, Guðbrandsbiblía kom út á íslensku árið 1584. Hið íslenska biblíufélag sem hefur það að markmiði að vinna að útgáfu og útbreiðslu Biblíunnar hefur verið starfandi í 200 ár en það var stofnað 10. júlí árið 1815. Ýmsir viðburðir í tilefni afmælisins hafa verið skipulagðir á vegum Biblíufélagsins til að minnast þessara merku tímamóta.

31.01.2015
Netfréttir Afmælisár Hins íslenska biblíufélags 2015 hófst formlega í fyrstu viku janúar er sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og fyrrverandi forseti félagsins flutti fyrstu hugleiðingu sína af þrettán í tilefni afmælisársins. Allt árið verða fluttir þættir frá Biblíufélaginu á Lindinni og kann stjórn félagsins útvarpsstjórum Lindarinnar bestu þakkir fyrir. Útsendingar Lindarinnar ná til 90% þjóðarinnar á mismunandi bylgjulengdum sem finna má upplýsingar um á lindin.is

15.01.2015
200 ára afmæli Þann 5. júlí árið 1814 steig ungur skorskur maður á skipsfjöl í Danaveldi. Hann var á leið til Íslands í þeim tilgangi að sjá um að bókagjöf Breska og erlenda Biblíufélagsins til Íslendinga kæmist til skila. Ungi maðurinn hér Ebenezer Henderson og skrifaði ferðabók um dvöl sína hér og er hún talin með merkari ferðabókum um Íslandsferð höfundar.

08.01.2015
200 ára afmæli Biblíufélagsins, lifandi félags í 200 ár! Um það leyti sem móðuharðindin gengu yfir Ísland 1783-1785, ólst lítil stúlka, María Jones að nafni, upp á fátæku heimili í Wales í Bretlandi. Um leið og hún lærði að lesa vaknaði hjá henni löngun til að lesa Biblíuna.

Velja bók
Gamlatestamenti Nýjatestamenti Apokrýfur
1. Mósebók
2. Mósebók
3. Mósebók
4. Mósebók
5. Mósebók
Jósúabók
Dómarabókin
Rutarbók
1. Samúelsbók
2. Samúelsbók
1. Konungabók
2. Konungabók
1. Kroníkubók
2. Kroníkubók
Esrabók
Nehemíabók
Esterarbók
Jobsbók
Sálmarnir
Orðskviðirnir
Prédikarinn
Ljóðaljóðin
Jesaja
Jeremía
Harmljóðin
Esekíel
Daníel
Hósea
Jóel
Amos
Óbadía
Jónas
Míka
Nahúm
Habakkuk
Sefanía
Haggaí
Sakaría
Malakí
Matteusarguðspjall
Markúsarguðspjall
Lúkasarguðspjall
Jóhannesarguðspjall
Postulasagan
Rómverjabréfið
1. Korintubréf
2. Korintubréf
Galatabréfið
Efesusbréfið
Filippíbréfið
Kólossubréfið
1. Þessaloníkubréf
2. Þessaloníkubréf
1. Tímóteusarbréf
2. Tímóteusarbréf
Títusarbréf
Fílemonsbréfið
Hebreabréfið
Jakobsbréfið
1. Pétursbréf
2. Pétursbréf
1. Jóhannesarbréf
2. Jóhannesarbréf
3. Jóhannesarbréf
Júdasarbréfið
Opinberunarbókin
Tóbítsbók
Júdítarbók
Esterarbók
Speki Salómons
Síraksbók
Barúksbók
Bréf Jeremía
Viðaukar við Daníelsbók
1. Makkabeabók
2. Makkabeabók
Bæn Manasse
Leita í Biblíunni
Leitarstrengur:

Ok
Lestur dagsins
Draga mannakorn
Biblían á Facebook